Þú sækir andlegan og líkamlegan mátt ómeðvitað til æðri máttarvalda og á sama tíma úr umhverfi þínu. Tæra vitund þín er þinn andlegi grundvöllur og orkuflæðið hjá þér er mjög mikið um þessar mundir.
Undrið er vöxtur og birting hins guðlega neista sem býr greinilega innra með þér. Hér er um að ræða varanlegt ástand sem þú getur eflt með sjálfinu.
Sjálfsöryggi, skipulag og agi einkennir þig. Þú munt vafalaust virkja drauma þína samhliða gjörðum þínum. Vitsmunir, vilji og þinn ómældi hæfileiki í mannlegum samskiptum mun koma þér á áfangastað.
Máttur þinn til að skapa á sér engin takmörk. Þér er hér ráðlagt að nota kosti þína til að koma hugsunum þínum í verk sem fyrst.