fbpx
Föstudagur 29.nóvember 2024
FókusKynning

Hinar einu sönnu jólaskeiðar

Kynning

Verslun Guðlaugs A. Magnússonar, Skólavörðustíg 10

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 9. desember 2016 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Verslun Guðlaugs A. Magnússonar, Skólavörðustíg 10, var stofnuð árið 1924 og er því ein elsta skartgripaverslun landsins. Guðlaugur var gullsmiður að mennt en afkomendur hans lærðu listina af honum. Hanna Sigríður Magnúsdóttir rekur fyrirtækið í dag og hannar skartgripi sem seldir eru í versluninni. Þar ber hæst jólaskeiðina svonefndu, sem hefur verið hönnuð og seld fyrir jólin í 70 ár.

Guðlaugur hóf að hanna jólaskeiðina árið 1946. Árið 1963 tók sonur hans, Magnús Guðlaugsson, við fyrirtækinu en hann var þá aðeins tvítugur að aldri. Guðlaugur var þá látinn. Magnús nam viðskipta-og verslunarstjórnun í London en lærði jólaskeiðahönnun af forverum sínum. Það sama gildir um núverandi eiganda, Hönnu Sigríði, en hún tók við fyrirtækinu árið 2004. Hanna er viðskiptafræðingur frá New York og hún lærði handbragðið af föður sínum, Magnúsi:

„Mér fannst óskaplega gaman að fylgjast með pabba þegar hann var að hanna skeiðarnar í gamla daga. Hann var nátthrafn eins og ég og fékk oft sínar bestu hugmyndir á nóttunni. Þá hittumst við stundum við stofugluggann og horfðum saman á stjörnurnar,“ segir Hanna. Hún hefur hannað jólaskeiðina síðustu fjögur ár og núna er nýjasta útgáfa hennar komin í verslunina:

„Við höfum haft þá venju að halda sama formi á skeiðarblaðinu en skaftið getur verið breytilegt milli ára. Stundum helst það óbreytt í sex ár, stundum breytist það árlega – allur gangur á því.“

Þessar skeiðar hönnuðu Magnús, faðir Hönnu, og finnski teiknarinn Hendrik Aunio Arnason í kringum 1974
Þessar skeiðar hönnuðu Magnús, faðir Hönnu, og finnski teiknarinn Hendrik Aunio Arnason í kringum 1974

Efnið í skeiðinni er 92,5% silfur og 7,5% kopar. Koparinn er settur í til að herða skeiðina. Hér á mynd gefur að líta jólaskeiðina 2016 sem óneitanlega er gullfallegur gripur. En hvaða hugmyndir liggja að baki þessari fegurð?

„Mig langaði til að beina athyglinni að hinu andlega, taka ekki bara kristnu gildin heldur sameiginleg gildi trúarbragða og andlegs lífs. Tengja saman trú, sama hvaða nafni hún nefnist. Á fyrstu skeiðinni sem ég hannaði frá grunni árið 2013 var mynd af konu að biðja, Maríu mey. Þá skeið hannaði ég til að heiðra minningu föður míns sem lést það ár. Á skeiðinni 2014 var Seraphim-engill sem gætir hásætis drottins. Á skeiðinni 2015 var dúfa sem tákn heilags anda.“

Skeiðin sem Hanna skapaði í ár er fyrsta skeiðin í trílógíunni Trú, von og kærleikur:
„Mótífið er gyðja trúarinnar sem horfir niður tröppurnar yfir farinn veg. Hún lítur til himins inn í hið ókunna. Bak við hana er Lífsins blóm, þetta stærðfræðilega fullkomna tákn. Í miðjunni er fullkomið blóm og út frá hverju einasta blaði á því spretta önnur eins fullkomin blóm. Fullkomleiki. Þó að við séum einstök og fullkomin eins og við erum þá erum við líka samofin lífi annarra. Blái liturinn er tákn fyrir litinn á himninum rétt fyrir dögun. Við þurfum að hafa tilgang í lífinu og trúa á eitthvað æðra okkur. Fyrir mér er trúin þessi vonarneisti sem við höldum í. Að sjá ljós og hafa von í hjarta þrátt fyrir að við okkur blasi erfiðleikar. Það var sú hugmyndafræði sem var í gangi hjá mér. Næst ætla ég að takast á við vonina 2017 og síðan kærleikann 2018.“

Þetta er fyrsta Jólaskeiðin en hana hannaði Guðlaugur heitinn árið 1946 í samvinnu við Karl Guðmundsson tréskurðarmeistara.
Sú elsta Þetta er fyrsta Jólaskeiðin en hana hannaði Guðlaugur heitinn árið 1946 í samvinnu við Karl Guðmundsson tréskurðarmeistara.

Jólaskeiðin kostar 17.900 krónur sem mörgum þykir ekki mikið fyrir þennan dýrgrip.

Aðspurð um aðrar vörur í versluninni segir Hanna að það sé gott úrval af silfurvörum og silfurskartgripum. Margt af því hannar hún sjálf. Hún gerir mikið af skrautmunum bæði úr messing og stáli, meðal annars snjókorn, rúnir, engla og fleira.

Jólaskeiðarnar til sýnis

Sem fyrr segir er Verslun Guðlaugs A Magnússonar staðsett að Skólavörðustíg 10. Laugardaginn 10 des. er opið 11 til 18 og sunnudaginn frá 13 til 18. Á sunnudögum er sýning á gömlu jólaskeiðunum í versluninni og um að gera fyrir fagurkera að mæta á staðinn og skoða dýrgripina. Virka daga er opið frá 10 til 18 en frá og með 15. des. verður opið til 22 öll kvöld.

Í myndarekkanum hér að neðan má fletta og skoða nokkrar skeiðarnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
14.05.2024

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla
Kynning
09.05.2024

UAK 10 ára – Ráðstefna á laugardaginn

UAK 10 ára – Ráðstefna á laugardaginn
Kynning
27.03.2024

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 
Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
28.12.2023

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr
KynningMatur
22.12.2023

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb
Kynning
06.11.2023

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“