fbpx
Fimmtudagur 21.nóvember 2024
Eyjan

Segja Báru hafa dulbúið sig sem erlendan ferðamann – Var í svartri úlpu og gallabuxum

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 5. febrúar 2019 10:43

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Klaustursþingmenn Miðflokksins halda því fram að Bára Halldórsdóttir, sem tók upp samtal sex þingmanna á Klaustri Bar, hafi vísvitandi dulbúið sig sem erlendan ferðamann áður en hún tók upp samtal þeirra og það gefi til kynna að um ásetning hafi verið að ræða hjá henni.

Þetta kemur fram í bréfi frá lögfræðingi Miðflokksþingmannanna fjögurra, Reimars Péturssonar, til Persónuverndar. Stundin greinir frá.

„Til að forðast athygli umbjóðenda minna virðist gagnaðili hafa tekið sér gervi erlends ferðamanns. Hún hafi gert sér far um að haga sér sem slíkur. Þannig hefur gagnaðila sagst hafa haft „bæklinga um innanlandsferðir og vinsæla ferðamannastaði“ meðferðis þegar hún mætti á Klaustur. Hún „þóttist“ lesa þá til að viðhalda leynd um aðgerðir sínar.“

segir í bréfinu.

Þingmennirnir fjórir eru Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Anna Kolbrún Árnadóttir og Bergþór Ólason.

Í gallabuxum og úlpu

Eyjan spurði Báru hvort hún myndi eftir því hvernig hún klæddist umrætt kvöld á Klaustri bar. Sagðist hún gera það nokkurnveginn:

„Svörtu úlpunni minni, gallabuxum og bol eða skokk/kjól og gammosíum örugglega. Það er svona minn stíll oftast,“

sagði Bára.

Eyjan hefur heimildir fyrir því að erlendir ferðamenn hafi einnig klæðst sambærilegum klæðnaði í ferðum sínum hérlendis einhverntíma á síðustu árum.

Hinsvegar hefur Eyjan einnig heimildir fyrir því, að Íslendingar hafi klæðst slíkum fötum nýverið, á ferðum sínum um miðbæinn.

Býst við málssókn

Bára tjáir sig um þetta útspil Miðflokksfjórmenninganna, á Facebook:

„Næsta fjör. Þeir tala líka mikið um að þeir þurfi þessi gögn til að undirbúa málssókn og að þeir ætli ekki að setja ábyrgð á fjölmiðla. Ég býst því sterklega við málssókn.“

Einnig er farið fram á í bréfinu að Bára verði sektuð fyrir athæfi sitt og að Persónuvernd afli myndefnis sem sýni allar mannaferðir umrætt kvöld á Klaustur barinn.

„Umbjóðendur mínir telja sig þurfa að fá aðgang að þessu myndefni, ekki bara vegna dómsmáls sem þeir íhuga að höfða, heldur einnig og ekki síður vegna meðferðar máls þessa hjá Persónuvernd.“

„Álagning stjórnvaldssekta er liður í virkri réttarvernd fyrir ólögmætum inngripum í friðhelgi einkalífs. Má því ætla að Persónuvernd sé skylt að leggja þær á nema álagning þeirra teldist „ótvírætt brot“ á rétti til tjáningarfrelsis skv. stjórnarskrá,“

segir Reimar í bréfinu.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 4 um ESB/evru: Þýzkaland tók evru fram yfir sitt ofursterka mark (DM) – hvað segir það okkur?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 4 um ESB/evru: Þýzkaland tók evru fram yfir sitt ofursterka mark (DM) – hvað segir það okkur?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Inga lét sverfa til stáls – „Ég get til dæmis ekki lesið í gegnum höfuðið á þér“

Inga lét sverfa til stáls – „Ég get til dæmis ekki lesið í gegnum höfuðið á þér“