fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fréttir

Íslandsbanki greiðir 27 milljarða arð til ríkisins

Sérstök arðgreiðsla samþykkt á hluthafafundi í dag – Samtals verið greiddir 37 milljarðar í arð á árinu til íslenska ríkisins

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 20. desember 2016 14:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á hluthafafundi Íslandsbanka fyrr í dag var tekin ákvörðun um sérstaka greiðslu arðs að fjárhæð 27 milljarða króna til hluthafa fyrir árslok 2016. Íslenska ríkið er sem kunnugt er eini hluthafi bankans eftir að kröfuhafar Glitnis samþykktu í lok síðasta árs að framselja 95% eignarhlut sinn í bankanum til stjórnvalda. Bankarýsla ríkisins fer með eignarhlutinn fyrir hönd ríkisins.

Í tilkynningu sem Íslandsbanki sem sendi frá sér rétt í þessu segir að almennt viðmið bankans sé að greiða um 40-50% af hagnaði í arð, en í apríl voru greiddir tíu milljarðar í arð til hluthafa. Sú arðgreiðsla samsvaraði um 50% af hagnaði bankans á árinu 2015. Með þessari sérstöku arðgreiðslu hafa núna því samtals verið greiddir 37 milljarðar í arð á þessu ári til íslenska ríkisins.

Eiginfjárhlutfall bankans eftir arðgreiðsluna verður 24,0%, en markmið bankans er að hlutfallið sé meira en 23% sem er vel yfir 19,1% eiginfjárkröfu Fjármálaeftirlitsins. Þá segir í tilkynningunni að vogunarhlutfall bankans verði 15,7% sem sýni hóflega skuldsetningu og telst afar gott í samanburði við evrópska banka. „Lausafjárstaða verður áfram traust og vel umfram innri viðmið og kröfur eftirlitsaðila.“

Hagstæðari fjármagnsskipan

Í tilkynningu bankans er haft eftir Birnu Einarsdóttur bankastjóra að Íslandsbanki hafi viðhaldið öflugum eiginfjár- og lausafjárhlutföllum til að mæta losun fjármagnshafta og mögulegum áföllum í rekstarumhverfi sínu.

„Jákvæð þróun í íslensku efnahagslífi og skynsöm skref til afléttingu hafta, skapa nú tækifæri fyrir Íslandsbanka að ná fram hagstæðari samsetningu á eiginfjárgrunni sínum.

Þrátt fyrir afar hátt eigið fé, hefur Íslandsbanki haldið áfram að skila viðunandi arðsemi af undirliggjandi rekstri. Aðgengi að erlendum fjármagnsmörkuðum er gott og bankinn nú að fullu fjármagnaður á markaði. Endurskipulagningu á lánasafni er lokið. Ábyrg stefna í útlánum hefur aukið gæði lánasafns og vanskil fara lækkandi. Rekstrarumhverfi á Íslandi er hagfellt og lausafjárstaða bankans afar góð. Íslandsbanki er því vel í stakk búinn til að greiða sérstakan arð til eigenda sinna,“ segir Birna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“
Fréttir
Í gær

Dómur yfir manni sem varð konu sinni að bana á Akureyri veldur ólgu – „Það er allt siðferðislega rangt við þessa nafnleynd“

Dómur yfir manni sem varð konu sinni að bana á Akureyri veldur ólgu – „Það er allt siðferðislega rangt við þessa nafnleynd“
Fréttir
Í gær

Ætluðu að slaka á í Sky Lagoon en annað kom á daginn – „Vá! Þetta er brjálað“

Ætluðu að slaka á í Sky Lagoon en annað kom á daginn – „Vá! Þetta er brjálað“
Fréttir
Í gær

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar
Fréttir
Í gær

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks