fbpx
Þriðjudagur 07.janúar 2025
Eyjan

Grímur innblásinn hugmynd frá Steingrími J: „Treysti því að Vestfirðingar berjist fyrir þessari réttmætu kröfu“

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 4. febrúar 2019 14:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Grímur Atlason, fyrrverandi bæjarstjóri í Bolungarvík, framkvæmdarstjóri Iceland Airwaves og frambjóðandi Vinstri grænna, er gagnrýninn á sinn fyrrverandi formann, Steingrím J. Sigfússon, þegar kemur að umræðunni á Bakka við Húsavík.

Eins og fram hefur komið fóru útgjöld ríkisins til atvinnuuppbyggingu vegna kísilversins á Bakka 96 prósent fram úr áætlunum og kostuðu skattgreiðendur alls um 4,2 milljarða króna. Þar af fóru um 3.5 milljarðar í jarðgöng og veg sem aðeins starfsmenn kísilversins munu koma til með að nota.

Sjá nánar: Skattgreiðendur borga 3.5 milljarða fyrir göng og veg sem þeir munu aldrei nota – 1.7 milljarða framúrkeysla

Byrjum á Vestfjörðum

Grímur gagnrýnir orð Steingríms um „Bakkablúsinn“, en Steingrímur sagði:

„Það var al­veg ljóst að ríkið myndi þurfa að leggja dá­lítið af mörk­um og var álitið fjár­fest­ing í þeim innviðum sem þyrfti að vera til staðar svo að at­vinnu­upp­bygg­ing gæti þró­ast þar.“

Margt annað hægt að gera

Grímur, sem sagði sig úr VG árið 2010, segir ýmislegt hægt að gera fyrir atvinnuuppbyggingu í landinu, ef sveitarfélögin eru vopnuð með slíkri upphæð:

„Ég er með hugmynd. Látum öll svæðin hafa þessa upphæð (4,2 milljarða) og sjáum hvernig þeim tekst að „þróa atvinnuuppbyggingu“. Byrjum á Vestfjörðum. Það er hægt að gera ýmislegt annað en göng, sem enginn má nota, fyrir þessa upphæð. Treysti því að Vestfirðingar berjist fyrir þessari réttmætu kröfu.“

Framkvæmdin á Bakka fór alls 1,7 milljarð króna fram úr áætlunum, eða sem nemur 96 prósentum. Ekki liggur heldur fyrir hvort arð­semi hafnarinnar muni duga til að endur­greiða öll lán sem tekin voru vegna stækkunar hennar, samkvæmt  svari Þórdísar Gylfadóttur, iðnaðarráðherra, við fyrirspurn Birgis Þórarinssonar, Miðflokki.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir nýja valdablokk í Sjálfstæðisflokknum vilja tafarlausar breytingar

Segir nýja valdablokk í Sjálfstæðisflokknum vilja tafarlausar breytingar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Össur fer mikinn í að greina átökin innan Sjálfstæðisflokksins – Segir að Þórdís Kolbrún hafi gert stór mistök sem muni reynast henni dýrkeypt

Össur fer mikinn í að greina átökin innan Sjálfstæðisflokksins – Segir að Þórdís Kolbrún hafi gert stór mistök sem muni reynast henni dýrkeypt
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Bæjarstjóri Kópavogs vill afnema sérréttindi opinberra starfsmanna – Vísar í umdeilda úttekt Viðskiptaráðs

Bæjarstjóri Kópavogs vill afnema sérréttindi opinberra starfsmanna – Vísar í umdeilda úttekt Viðskiptaráðs
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Kosning um framhaldviðræður við ESB verði vorið 2025!

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Kosning um framhaldviðræður við ESB verði vorið 2025!