Það var starfsmaður vatnsverndardeildar Jakartaborgar sem tók myndina og birti á Instagramreikningi deildarinnar. Henni hefur verið mikið deilt og margir hafa tjáð sig um athæfi mannsins.
„Þetta er dæmi um eitthvað sem á hvergi að eiga sér stað. Ákveðin kaldhæðni að maðurinn helli ruslinu viljandi út í ána á meðan hreinsunarstarfsmaður horfði á.“
Sagði einn notandi um myndina.
Maðurinn náðist fljótlega eftir að hann helti ruslinu í ána og var sektaður um sem nemur 3.500 íslenskum krónum sem er mikið fé á þessum slóðum.