fbpx
Laugardagur 05.apríl 2025
Pressan

Sendi unglingsstúlku myndir af getnaðarlimi sínum – Hugsaði málið ekki alveg til enda

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 4. febrúar 2019 18:30

Joshua Louis Hillyard.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

28 ára karlmaður fann einhverja þörf hjá sér nýlega til að senda 16 ára stúlku mynd af getnaðarlim sínum auk óviðeigandi textaskilaboða. Stúlkunni var illa brugðið við þetta enda hafði hún ekki beðið um þessa sendingu. En maðurinn hafði greinilega ekki hugsað málið alveg til enda og það reyndist ekki svo erfitt fyrir lögregluna að sýna fram á að það var hann sem sendi umrædda typpamynd.

Joshua Louis Hillyard var handtekinn í síðustu viku vegna málsins í kjölfar fundar hans við skilorðsfulltrúa sinn. Lögreglan var þá fullviss um að það væri Hillyard sem hefði sent typpamyndina og byggði þá vissu sína á húðflúri á líkama hans og á typpinu. Á typpi hans er húðflúrað: „fun size“ og það var einmitt þetta sem varð honum að falli. Lögreglumenn í Arizona segjast ekki í nokkrum vafa um að Hillyard sé sá sem sendi myndina.

Stúlkan lét starfsmann í skóla sínum vita af myndasendingunni en hún þekkti Hillyard sem hún hafði hitt í tengslum við mentoráætlun.

Hillyard sagði við yfirheyrslur að hann hefði talið stúlkuna vera 16 ára og því í lagi að senda henni typpamynd en í Arizona telst slíkt brot ef viðtakandinn er yngri en 18 ára.

Hillyard er svokallaður góðkunningi lögreglunnar því hann hefur hlotið dóma fyrir innbrot, fjársvik og eiturlyfjasölu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Afhjúpa sannleikann um hvernig Trump reiknaði út tollana og það hefur ekkert að gera með raunverulega tolla annarra þjóða

Afhjúpa sannleikann um hvernig Trump reiknaði út tollana og það hefur ekkert að gera með raunverulega tolla annarra þjóða
Pressan
Í gær

Fékk áfall þegar hún sá hvað eins árs sonur hennar var að borða – „Þegar sonur þinn borðar pabba þinn“

Fékk áfall þegar hún sá hvað eins árs sonur hennar var að borða – „Þegar sonur þinn borðar pabba þinn“
Pressan
Fyrir 2 dögum

1,5 milljónum mynda lekið frá stefnumótaöppum

1,5 milljónum mynda lekið frá stefnumótaöppum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Spænska lögreglan varar ferðamenn við – Gætið ykkar á 50 evru brellunni

Spænska lögreglan varar ferðamenn við – Gætið ykkar á 50 evru brellunni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gómaði Teslu-skemmdarvarg og lét hann heyra það – Sjáðu myndbandið

Gómaði Teslu-skemmdarvarg og lét hann heyra það – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Varpa upp skýrari mynd af arkitekt dauðans – „Við kölluðum hann „Elsku Rex““

Varpa upp skýrari mynd af arkitekt dauðans – „Við kölluðum hann „Elsku Rex““
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Breaking Bad“ aðdáandi handtekinn – Tók þættina sér til fyrirmyndar

„Breaking Bad“ aðdáandi handtekinn – Tók þættina sér til fyrirmyndar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Meðhöfundur Adolescence bregst við „fáránlegri“ kenningu sem Elon Musk hefur dreift

Meðhöfundur Adolescence bregst við „fáránlegri“ kenningu sem Elon Musk hefur dreift