Carmen Jóhannsdóttir, sem sakað hefur Jón Baldvin um að þukla sig í matarboði í húsi Jóns og Bryndísar Schram á Spáni síðasta sumar, segir fráleitt að atvikið hafi verið sviðsett af henni og móður hennar til að koma höggi á Jón Baldvin, eins og hann lét í veðri vaka í viðtalinu í Silfrinu í dag.
Þetta kemur fram í viðtali Carmen við Vísir.is. Carmen segir að ásakanir Jóns Baldvins séu hlægilegar. Hún geti sýnt fram á það með tölvupóstum og öðru að heimsókn hennar og móður hennar í sumarhús Jóns Baldvins og Bryndísar hafi verið í samráði við Bryndísi sem lengi hafi hvatt mæðgurnar til að heimsækja hjónin. Þá vísar Carmen því á bug að hún sé í einhverju samkrulli við Aldísi Schram, dóttur Jóns, hún hafi aldrei hitt hana.
Sjá einnig:
Hafnar öllum ásökunum og segir atvikið á Spáni hafa verið sviðsett