fbpx
Miðvikudagur 24.júlí 2024
Fréttir

Margir fordæma viðtalið við Jón Baldvin – Undirskriftasöfnun til stuðnings meintum þolendum hans hafin

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 3. febrúar 2019 15:00

Jón Baldvin Hannibalsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Hver ber ábyrgð á því að Jón Baldvin Hannibalsson, sem nokkrar konur hafa sakað um kynferðislega áreitni, fær að taka til varna í hálfa klukkustund í Ríkissjónvarpinu? Og hvernig ætlar Ríkissjónvarpið að bregðast við réttmætum kröfum þeirra kvenna, sem Jón Baldvin bar þungum sökum í viðtalinu, að þær fái a.m.k. aðra hálfa klukkustund í Silfrinu til að verja málstað sinn? Enda þótt Jón Baldvin sé þjóðkunnur maður þá er hann ekki lengur í þeirri stöðu í samfélaginu að það réttlæti að stjórnendur Silfursins og Ríkissjónvarpsins láti undan ósk hans um að fá að hvítþvo hendur sínar af ásökunum um kynferðislega áreitni án þess að nokkur þeirra, sem hafa borið hann þessum sökum, geti jafnframt og í sama viðtalsþætti veitt andsvör á móti. Ég veit ekki hvað er satt og hvað er uppspuni í þessu dapurlega máli og játa hreinskilnislega að mér finnst það ekki koma mér nokkurn skapaðan hlut við. En ég leyfi mér að fullyrða að Ríkissjónvarpið er ekki réttur vettvangur til þess að leiða hið sanna í ljós heldur lögregla, saksóknari og dómstólar.“

Þennan pistil skrifar Jón Örn Marinósson, fyrrverandi fréttamaður, varadagskrárstjóri og tónlistarstjóri hjá Ríkisútvarpinu, um viðtal Fanneyjar Birnu Jónsdóttur við Jón Baldvin Hannibalsson í Silfrinu í dag þar sem Jón Baldvin bar af sér sakir um kynferðislega áreitni.

Hildur Ýr Ísberg hefur hrundið af stað undirskriftasöfnuninni „Við styðjum þolendur Jóns Baldvins“ en á síðu átaksins segir:

„Jón Baldvin Hannibalsson heldur því fram að ekki nokkur maður trúi ásökunum á hendur honum. Við undirrituð trúum þolendum hans og styðjum þær gegn honum.“

Sem vænta mátti hafa fjölmargir tjáð sig um viðtalið á samfélagsmiðlum í dag. Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar:

„Jón Baldvin Hannibalsson, ég verð að viðurkenna að ég var örlítið stressuð þegar ég vissi að þú hefðir pláss í sjónvarpi allra landsmanna til að bera af þér þungar sakir í dag. Ég var hrædd um að þú gætir náð að sannfæra áhorfendur með e-um hætti um sakleysi þitt. Ég veit ekki hvort þú veist það sjálfur en þú varst rétt í þessu að tikka í öll þau box yfir hluti sem sekur ofbeldismaður gerir og segir í þeim aðstæðum sem þú varst í. Þú gerðir þig að fórnarlambi, þú reyndir að slá konuna sem tók viðtalið við þig út af laginu með því að spyrja hana ítrekað hvort hún væri ekki búin að kynna sér málið, þú sagðir nafnið hennar ítrekað með eins condesending tón og hægt er og við sáum skýrt alla kvenfyrirlitninguna sem í þér býr, þú slóst upp vandræðalega langsóttum samsæriskenningum og margt meira til. Þetta kom bara alls ekki nógu vel út fyrir hann.“

Erna Ýr Öldudóttir blaðamaður skrifar hins vegar:

„Er líklegt að Jón Baldvin Hannibalsson hafi verið með geðheilbrigðissérfræðinga, geðdeild, lögreglu og dómsmálaráðuneytið, öll í vasanum þegar Aldís var nauðungarvistuð?“

Sigurður Þór Guðjónsson skrifar:

„Hef aldrei séð eins óþægilegt viðtal eins og í Silfrinu áðan við Jón Baldvin. Tilefnið var ásökun nokkurra kvenna á hendur honum um kynferðslega áreitni en nánast allt viðtalið snérst um að Jón Baldvin gerði lítið úr dóttur sinni sem hann segir að sé þar heilinn á bak við. – Talandi um ranghugmyndir! – Getur Silfrið annars boðið upp á svona einhliða umfjöllun sem lokaorð í málinu úr því það er að taka það upp á annað borð? Reyndar var lýsing Jóns Baldvins á nauðungarvistun svo ekki rétt. Hún er ekki það sama og sjálfræðissvifting.“

Magnús Már Guðmundsson, framkvæmdastjóri BSRB, skrifar:

„Jón Baldvin er sannarlega mælskur og býr í þokkabót yfir sjarma og miklum gáfum. Ég horfði á viðtalið við hann í Silfrinu og fannst málsvörn hans fyrirsjáanleg en ömurleg þar sem skítabombum og samsæriskenningum var dreift jafnt og þétt. Hann er ofbeldismaður í fínum fötum. Það er lítið sem ég get gert en ég ákvað að losa mig við Tilhugaíf – ævisögu hans sem kom út árið 2002 og ég las upp til agna þá tvítugur jafnaðarmaður og nýbyrjaður í stjórnmálafræði. Bókin er vel geymd úti í tunnu með tómum mjólkurfernum og dagblöðum gærdagsins.“

Sjá einnig:

Mun einhver þora eða vilja gefa út bók Jón Baldvins? 

Hafnar öllum ásökunum og segir atvikið á Spáni hafa verið sviðsett

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Kvennaathvarfið nýtir gervigreind í nýrri vitundarvakningarherferð

Kvennaathvarfið nýtir gervigreind í nýrri vitundarvakningarherferð
Fréttir
Í gær

Holskefla ofbeldisbrota gagnvart börnum gæti skýrst af kórónuveirufaraldrinum

Holskefla ofbeldisbrota gagnvart börnum gæti skýrst af kórónuveirufaraldrinum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Solaris fordæma ummæli Helga

Solaris fordæma ummæli Helga
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Leiðrétting og afsökunarbeiðni

Leiðrétting og afsökunarbeiðni