„Við höldum áfram að keyra verðið niður og markmið okkar er að vera með lægra verð en aðrir sem bjóða vörur í sömu flokkum. Liður í því að halda verði niðri er að vera ekki með heildsölu heldur selja beint til almennings og leyfa því viðskiptavininum að njóta betri kjara milliliðalaust.“
Þetta segir Högni Auðunsson hjá PEP-flugeldum, sem bjóða upp á ódýrari flugelda en gerist og gengur, án þess að það bitni á gæðum:
„Gæði og öryggi skipta okkur miklu máli og hafa því allar okkar tertur verið CE-merktar til að uppfylla strangar gæðakröfur. Þrátt fyrir töluverðan kostnað við merkingar hefur gengi krónunnar og niðurfelling tolla gert það að verkum að engin verðhækkun hefur átt sér stað milli ára.“
PEP-flugeldar bjóða nú Íslendingum ódýrari flugelda níunda árið í röð.
„Við bjóðum takmarkað magn af vörum úr bæklingnum frá því í fyrra á töluvert lækkuðu verði ef fólk pantar í vefverslun okkar, www.pepflugeldar.is,“
PEP-flugeldar eru til húsa að Draghálsi 10–12 en hægt er að panta vörurnar í vefversluninni til að tryggja sér þá flugelda sem maður vill eignast eða nýta sér besta verðið. Vörurnar eru annars vegar sóttar á Dragháls eða sendar út á land með Landflutningum-Samskipum.
„Flugeldarnir okkar eru framleiddir í Kína af Fortune Fireworks. Mikil áhersla er lögð á gæði og mikinn kraft í öllum okkar tertum. Við förum út og veljum þetta sjálfir enda miklir flugeldaáhugamenn. Við erum mestmegnis með tertur en líka rakettur og fjölskyldupakka,“ segir Högni.
Flugeldasalan er opin sem hér segir: 28. des. 12–22; 29. des. 10–22; 30. des. 10–22; 31. des. 10–16; 6. jan. 12–20
Það má því gera góð kaup á flugeldum á Draghálsi á sölutíma. Einnig má finna nánari upplýsingar um PEP-flugelda á www.pepflugeldar.is sem og á Facebook-síðu PEP-flugelda.
Það er hins vegar hægt að panta flugelda strax í vefverslun PEP-flugelda