fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Eyjan

Um þrefalt meiri akstur hjá þingmönnum í kosningaham – Skattgreiðendur borga (bensín)brúsann

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 1. febrúar 2019 09:51

Björn Leví Gunnarsson. Mynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aksturskostnaður þingmanna er endurgreiddur af Alþingi. Slíkar greiðslur komust fyrst í fréttir fyrir um ári síðan, þegar í ljós kom að Ásmundur Friðriksson hafði fengið endurgreiðslur upp á 4,2 milljónir fyrir árið 2017. Alls hafði Ásmundur fengið 23 milljónir frá Alþingi frá árinu 2013 vegna aksturs. Athuga skal, að endurgreiðslurnar eru greiddar út á þeim forsendum, að með akstrinum séu þingmenn að sinna þingmannsstörfum.

Meiri akstur í aðdraganda kosninga

Nú er komið í ljós að akstur þingmanna í aðdraganda  kosninga, er mun meiri en á þeim tímabilum sem ekki eru kosningar og endurgreiðslurnar þar af leiðandi hærri. Allt að þrefalt hærri.

Þetta kemur í ljós í svari Steingríms J. Sigfússonar, forseta Alþingis, við fyrirspurn Björns Levís Gunnarssonar, þingmanns Pírata.

Í kosningum árið 2013 var kosið í apríl. Fyrri hluta ársins námu endurgreiðslur til þingmanna alls 35 milljónum, á sex mánaða tímabili.

Árið eftir, 2014, á sama tímabili, námu endurgreiðslurnar aðeins 23,8 milljónum.

Árið 2015 var upphæðin á sama tímabili 22,8 milljónir.

Árið 2016 var kosið til Alþingis í lok október. Á fyrri hluta ársins nam endurgreiðsluupphæðin 20,2 milljónum. Seinni hluta ársins nam upphæðin 24,1 milljón króna. Það er aukning sem nemur rúmum 14 prósentum.

Árið 2017 var kosið á seinni hluta ársins með nokkuð stuttum fyrirvara og kosningabaráttan styttri en venjulega. Ekki er teljandi munur á fyrri og seinni helming þess árs hvað endurgreiðslur varðar.

Þingmenn fengu samkvæmt þessu 23 milljónum meira í endurgreiðslur þegar kosningar fóru fram að vori, á fyrri hluta árs, en á sama tímabili í fyrra. Er það næstum þrefalt meiri akstur og næstum þrefalt hærri kostnaður í aðdraganda kosninga.

Þá skal tekið fram að frambjóðendur flokka sem ekki eru á þingi, fá ekki slíkar endurgreiðslur af skattfé.

Óljós svör

Engar sérstakar reglur eru til um akstursgreiðslur þingmanna vegna kosningabaráttu, né eru þær tilgreindar í reglum um þingfararkostnað, samkvæmt forseta Alþingis.

Björn Leví spurði Steingrím hvort þingmenn fengu endurgreitt vegna prófkjörs eða kosningabaráttu og ef svo væri, hvers vegna væri litið svo á að þingmenn nýttu ferðina vegna kosningafundar til þingstarfa en ekki öfugt? 

Steingrímur tekur fram að það „geti verið“ að þingmenn í kosningabaráttu séu einnig að starfa sem þingmenn í slíkum ferðum sínum.

„Já, „geti verið“. Það þýðir ekki að þær séu það. Það er á ábyrgð forseta að sjá til þess að nægum gögnum sé skilað til þess að hægt sé að sýna fram á að fundargerð sé endurgreiðanleg. Þetta svar er steypa. Forseti þarf að svara þessu aftur,“

segir Björn Leví.

Feluleikur

Björn Leví sakar forseta Alþingis um feluleiki þegar kemur að endurgreiðslu aksturskostnaðar. Byggir hann það á útfærslu svarsins hjá Steingrími, sem er ekki sundurliðað eftir kostnaði per mánuð, líkt og áður hefur tíðkast.

Björn Leví segir slík vinnubrögð „fáránleg“:

„Hvað segið þið um þetta. Einu og hálfu ári seinna er allt í einu ekki hægt að fá aksturskostnað sundurliðaðan niður á mánuði? Var tölvukerfið niðurfært eða hvað?

Það er gersamlega fáránlegt að forseti skili frá sér svona svari. Við hverju býst hann? Að ég segi bara „já, auðvitað. Tölvukerfi virka ekki þannig að það er hægt að fá sundurliðað á hvern mánuð, bara fyrir hálft ár í einu“.

Ég hefði haldið að þau hefðu lært það að reynslunni að það þýðir ekkert að vera með svona feluleiki þegar ég er að spyrja um upplýsingar. Það þýðir bara nýjar og ítarlegri fyrirspurnir. Þarna er verið að fela aukinn kostnað á mánuðunum í kringum kosningar í meðaltali mánaðanna í kring. Þrátt fyrir það sést samt munur en eins og fyrra svar frá 2017 sýnir þá tvöfaldaðist aksturskostnaðurinn frá venjulegum mánuði (mars og nóv) miðað við kosningarmánuðinn maí.

En nei, nú er bara hægt að svara með summu af sex mánuðum. Ég kem örugglega til með að taka því bara þegjandi og hljóðalaust
/kaldhæðni.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: „Fake News“, „Fake Stories“, eru eitt stórfelldasta og hættulegasta vandamál okkar tíma

Ole Anton Bieltvedt skrifar: „Fake News“, „Fake Stories“, eru eitt stórfelldasta og hættulegasta vandamál okkar tíma
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Ágúst Borgþór skrifar: Er hægt að létta þessari martröð af þjóðinni?

Ágúst Borgþór skrifar: Er hægt að létta þessari martröð af þjóðinni?
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Brynjar átti ekkert mótsvar á Grund

Brynjar átti ekkert mótsvar á Grund