Söngkonan Christina Aguilera fór heldur betur á kostum í þætti Jimmy Kimmel í vikunni þar sem hún hrekkti gesti kleinuhringjastaðarins Randy’s Donuts í Los Angeles.
Christina kom sér fyrir í bakherbergi á staðnum og fylgdist með viðskiptavinum með hjálp öryggismyndavéla. Hún gerði sér svo lítið fyrir og breytti textunum í lögum sínum til að passa við kleinuhringjakaupendur.
Það má með sanni segja að viðskiptavinir hafi ekki vitað hvaðan á sig stóð veðrið og er þessi hrekkur einstaklega vel heppnaður, eins og sjá má hér fyrir neðan.