fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Fókus

Mikil eftirvænting fyrir Matthildi – Miðasala hefst á morgun

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 31. janúar 2019 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Miðasala á söngleikinn Matthildi hefst á morgun, föstudaginn 1. febrúar. Sýningin verður frumsýnd á Stóra sviði Borgarleikhússins föstudaginn 15. mars. Mikil eftirvænting ríkir fyrir þessari stórsýningu sem slegið hefur í gegn bæði í Bretlandi og Bandaríkjunum.

Matthildur er nýr söngleikur sem byggir á hinni rómuðu skáldsögu Roalds Dahl. Handritshöfundur er  leikskáldið Dennis Kelly og Tim Minchin er höfundur tónlistarinnar.

Erna Tómasdóttir, Ísabel Dís Sheehan og Salka Ýr Ómarsdóttir skiptast á að leika Matthildi.

Sagan segir frá Matthildi sem er óvenjulega gáfuð, tilfinninganæm og bókelsk og líklega þess vegna með sérlega ríkt ímyndunarafl. Þetta er fræg saga um litla stúlku sem þróar með sér ofurkrafta í baráttunni við ranglæti heimsins.

Leikarar í sýningunni eru Arnar Dan Kristjánsson, Björgvin Franz Gíslason, Björn Stefánsson, Ebba Katrín Finnsdóttir, Rakel Björk Björnsdóttir, Vala Kristín Eiríksdóttir og Þorleifur Einarsson. Þær Erna Tómasdóttir, Ísabel Dís Sheehan og Salka Ýr Ómarsdóttir skipta með hlutverki Matthildar. Einnig leikur hópur barna í sýningunni sem var valinn úr þeim rúmlega 1100 börnum sem mættu í áheyrnarprufur í fyrra.

Gísli Rúnar Jónsson sá um að íslenska söngleikinn, Lee Proud er danshöfundur, Ilmur Stefánsdóttir sér um leikmynd, María Th. Ólafsdóttir um búninga, Þórður Orri Pétursson um lýsingu, Ingi Bekk um myndband, Margrét Benediktsdóttir um leikgervi, Garðar Borgþórsson um hljóð og aðstoðarleikstjóri er Hlynur Páll Pálsson.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Dennis Rodman með yfirlýsingu eftir að dóttir hans varpaði sprengju

Dennis Rodman með yfirlýsingu eftir að dóttir hans varpaði sprengju
Fókus
Fyrir 3 dögum

Jólakort ársins frá Vilhjálmi og Katrínu

Jólakort ársins frá Vilhjálmi og Katrínu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Myndir af leikkonunni settu allt á hliðina og nú svarar hún tröllunum fullum hálsi – Málið vekur upp spurningar um kröfur karla til kvenna

Myndir af leikkonunni settu allt á hliðina og nú svarar hún tröllunum fullum hálsi – Málið vekur upp spurningar um kröfur karla til kvenna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Dennis Rodman fær það óþvegið frá dóttur sinni

Dennis Rodman fær það óþvegið frá dóttur sinni
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kynlífsathöfnin sem Christina Aguilera fær ekki nóg af

Kynlífsathöfnin sem Christina Aguilera fær ekki nóg af
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fyrsta stefnumótið var fyrir tíu árum á Litla-Hrauni: „Ég fór þarna út með hjartað í brókinni og stjörnur í augunum“

Fyrsta stefnumótið var fyrir tíu árum á Litla-Hrauni: „Ég fór þarna út með hjartað í brókinni og stjörnur í augunum“