Þessi réttur er ansi sumarlegur, enda tilvalinn á grillið, en um er að gera að gæða sér á honum þegar frostið nístir inn að beini. Kemur manni alltaf í gott skap.
Kjúklingur – Hráefni:
safi úr 1 sítrónu
2 msk. ólífuolía
2 hvítlauksgeirar, smátt saxaðir
1 msk. þurrkað oreganó
1 tsk. þurrkað timjan
½ tsk. þurrkað rósmarín
chili flögur
¼ tsk. salt
450 g kjúklingabringur, skornar í bita
Önnur hráefni:
1 rauðlaukur, skorinn í bita
2 paprikur, skornar í bita
1 bolli sveppir
1 bolli kirsuberjatómatar
½ bolli ólífur
1 msk. ólífuolía
fersk, söxuð steinselja
Aðferð:
Blandið öllu saman í marineringuna og marinerið kjúklinginn í ísskáp í að minnsta kosti 4 klukkustundir. Hitið ofninn í 230°C. Setjið grænmeti og ólífur í stóra skál og drissið ólífuolíu yfir það. Hrærið vel saman. Þræðið kjúkling og grænmeti á spjót og raðið á ofnplötu eða -grind. Bakið í 15 til 20 mínútur, eða þar til kjúklingurinn er eldaður í gegn. Takið úr ofninum og skreytið með steinselju.