Það verður mikil jólastemning í ísbúðinni Gottís-Mæran í Hveragerði mánudaginn 5. desember en þá opnar ísbúðin gluggann sinn í Jóladagatali Hveragerðis. Um er að ræða hefð sem orðin er átta ára gömul í Hveragerði þar sem fyrirtækjum í bænum er úthlutað glugga í jóladagatali bæjarins.
Gluggi ísbúðarinnar Gottís-Mæran verður settur upp í búðarglugganum í hádeginu á mánudag en um er að ræða fagurlega skreyttan jólaplatta.
Tveir fyrir einn tilboð á ís úr vél verður í búðinni í tilefni jólagluggans, jólasveinn kemur á svæðið upp um sex-leytið og fleira skemmtilegt verður sér til gamans gert.
Gottís-Mæran er til húsa að Breiðumörk 10 í Hveragerði. Opið er alla daga frá kl. 12 til 22.