fbpx
Föstudagur 29.nóvember 2024
FókusKynning

Íslensku fuglarnir: Ný vörulína í GRAF

Kynning
Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 22. desember 2016 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

GRAF skiltagerð hefur sérhæft sig í skiltum og merkingum fyrir heimili og fyrirtæki síðan árið 1980. Meðal fyrirtækja í viðskiptum við GRAF eru fjármálafyrirtækið Gamma, verslunin Brynja, Íslandspóstur og Neyðarþjónustan í Skútuvogi. Nýlega ákvað Hermann Smárason, eigandi fyrirtækisins, að auka við reksturinn með íslensku handverki, þar sem sonur hans, Smári Hermannsson, er afar laginn við útskurð í vélum þeirra og skiptir þá engu hvort efniviðurinn er tré, plexígler eða annað efni sem GRAF skiltagerðin notar.

Þeir feðgar fengu til liðs við sig hönnuðinn Kristínu Björgu Hallbjörnsdóttur og fengu hana til að koma með tillögur um hvað heppilegt væri að hanna fyrir íslenskan og erlendan markað. Niðurstaðan var að byrja á hönnun á íslenskum fuglastyttum úr plexígleri; rjúpu og hrafni.

Kristín Björg hannar fuglana í samráði við Smára. Hún sækir innblástur í sögur og ljóð um rjúpuna og hrafninn við hönnun sína á þessum íslensku fuglum. Verkin eru unnin í plexígler og eru hin mesta híbýlaprýði og frábær jólagjöf.
Stytturnar eru gullfallegar eins og myndirnar með þessari grein bera með sér. „Við erum með rjúpu fljúgandi í glugga. Annars vegar er þar um að ræða 20 sentímetra háa styttu og hins vegar örlitla fugla sem mynda óróa,“ segir Kristín en rjúpurnar eru til í fjórum litum: appelsínugulur, hvítur, gulllitaður og fjólubleikur.

„Síðan er það rjúpa á fæti. Það er sambærileg hönnun en það er hægt að letra í fótinn.“
Rjúpurnar eru afhentar í kassa og í hverjum kassa fylgir lesning um rjúpuna á blöðum. Þar kemur fram að hún hafi áður verið fátækramatur en sé núna orðin veislumatur. Enn fremur er að finna ljóð og sögur um rjúpuna á þessum blöðum. Þessi lesning er bæði á íslensku og ensku.

„Þessar sögur um rjúpuna hafa haft áhrif á mig og orðið mér innblástur. Þetta er tragískur fugl sem heldur að hann sé sloppinn en annað kemur á daginn,“ segir Kristín.

Hrafninn bjargaði lífi konu

„Ég vildi fyrst ekki hafa krumma því mér fannst hann ofnotaður. En síðan fundum við afskaplega fallega hrafnamynd hjá ljósmyndara og fengum að notast við hana við hönnunina,“ segir Kristín en hrafnastytturnar eru eingöngu á fæti.

Með hrafninum fylgja líka ljóð og sögur:
„Hrafninn sat á öxl Óðins, fór út um allan heim og sagði fréttir á kvöldin. Hrafna-Flóki notaði hrafna til að finna Ísland. Síðan eru það öll kvæðin, til dæmis Krummi krunkar úti. Ein saga um krumma hafði líka mikil áhrif á mig þegar ég var barn: Það var kona ein sem gaf krumma að borða á hverjum degi. Einn daginn lét hann öllum illum látum og tókst að lokka konuna frá bænum. Heyrðust þá miklar drunur, það kom skriða úr fjallinu og fór yfir bæinn. Þannig laumaði krummi matargjafirnar, hann bjargaði lífi konunnar.“

Lesningin um hrafninn er bæði á ensku og íslensku.

Þess má geta að rjúpan og hrafninn eru einnig til í risastærð, 40 sentímetrar á hæð.

Kristín vill geta þess að þessi vinna hafi verið afskaplega gefandi fyrir sig og samstarfið við Smára Hermannsson frábært.

Fuglastytturnar eru seldar í verslun GRAF skiltagerðar, Hjallahrauni 2, Hafnarfirði. Síminn í GRAF er: 571-7808. Þangað er gott að hringja bæði fyrir verslanir sem hafa áhuga á að fá fuglana til sölu og fólk sem vill kaupa þá til að prýða híbýli sín, því þeir eru sannkölluð híbýlaprýði. Netfang er: graf@graf.is

Fuglastytturnar eru einnig til sölu í versluninni Lilja Boutique, Strandgötu 21, Hafnarfirði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
14.05.2024

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla
Kynning
09.05.2024

UAK 10 ára – Ráðstefna á laugardaginn

UAK 10 ára – Ráðstefna á laugardaginn
Kynning
27.03.2024

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 
Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
28.12.2023

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr
KynningMatur
22.12.2023

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb
Kynning
06.11.2023

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“