Manchester United er að losa sig við unga leikmenn í dag á lokadegi félagaskiptagluggans.
Matty Willock er farinn á láni til Crawley út þessa leiktíð en United hefur staðfest þetta.
Willock er 22 ára gamall miðjumaður sem virðist ekki eiga framtíð hjá United.
United seldi Ro-Shaun Williams til Shrewsbury Town fyrr í dag og þá er Marouane Fellaini að fara til Kína.
Félagaskiptaglugginn á Englandi lokar klukkan 23:00 í kvöld.
Best of luck to @MattyWillock who has joined Crawley Town on loan until the end of the 2018/19 campaign.
Go get 'em, Matty! ?
— Manchester United (@ManUtd) January 31, 2019