fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Fréttir

Breytt kynlífshegðun Íslendinga – Fleiri hafa áhuga á að vera í opnum samböndum

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 31. janúar 2019 07:50

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kynlífshegðun Íslendinga virðist vera að breytast. Fleiri virðast skoða þann möguleika að vera í opnu sambandi. Fólk er almennt opnara fyrir fjölbreytileika en var fyrir nokkrum árum og hvað þá áratugum síðan.

Þetta segir Áslaug Kristjánsdóttir, kynfræðingur og hjúkrunarfræðingur, í Fréttablaðinu í dag. Þar er haft eftir henni að hún hafi orðið vör við aukningu í því að fólk, sem er í opnum samböndum eða vill ræða þann möguleika, leiti til hennar.

„Ég legg til að fólk ræði mörkin sem sambandi þeirra séu sett í upphafi sambands og svo reglulega eftir það. Sambönd eru lifandi og breytast með fólkinu sem er í þeim. Ég hef ekki trú á því að með því að ræða hvort sambandið eigi að vera opið eða lokað auki líkurnar á því að fólk opni samböndin. Langflestir eiga enn erfitt með þessa hugmynd að deila maka sínum þó við séu að sjá örlitla breytingu á því.”

Segir hún og bætir við að almennt séð sé fólk opnara fyrir fjölbreytileika í dag en áður og að þeir sem leita til hennar og eru í opnum samböndum séu oft að takast á við svipaða hluti og þeir sem eru í hefðbundnum lokuðum samböndum.

Hún bendir á að því fylgi ekki skömm í dag að skilja, nú sé skömmin sú að vera í lélegu hjónabandi þegar annað og betra er í boði.

„Með tilkomu skilnaða breytist fjölskyldumynstur líka. Við erum farin að deila börnunum okkar með öðrum foreldrum sem við köllum stjúpforeldra. Umræðan hjá kynfræðingum er um það hvaða breytingar séu næstar á hjónaböndum og fjölskyldum. Er það að við förum að deila maka okkar í auknum mæli?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Vísaði frá máli gegn Donald Trump varðandi stuld á leynilegum skjölum – Skipaði sjálfur dómarann í embætti

Vísaði frá máli gegn Donald Trump varðandi stuld á leynilegum skjölum – Skipaði sjálfur dómarann í embætti
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Pétur Jökull verður dreginn fyrir dóm í ágústmánuði

Pétur Jökull verður dreginn fyrir dóm í ágústmánuði
Fréttir
Í gær

Trump í fyrsta viðtalinu eftir árásina – „Ég á að vera dauður“

Trump í fyrsta viðtalinu eftir árásina – „Ég á að vera dauður“
Fréttir
Í gær

Safnað fyrir fjölskyldu Viðars – „Setti mig og börnin okkar alltaf í fyrsta sæti“

Safnað fyrir fjölskyldu Viðars – „Setti mig og börnin okkar alltaf í fyrsta sæti“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íslendingur dæmdur í þriggja mánaða fangelsi í Danmörku fyrir að kýla unnustu sína margsinnis á bílastæði

Íslendingur dæmdur í þriggja mánaða fangelsi í Danmörku fyrir að kýla unnustu sína margsinnis á bílastæði
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Gangandi fólk kemst ekki lengur eftir gangstéttum í Norðurmýri – Bílastæðavandinn mikill

Gangandi fólk kemst ekki lengur eftir gangstéttum í Norðurmýri – Bílastæðavandinn mikill