Mikil umræða hefur skapast um kostnaðinn sem fer í tvö pálmatré í nýrri Vogabyggð í Reykjavík, en trén eru listaverk eftir hina þýsku Karin Sander, sem fær tæpar 15 milljónir greiddar fyrir þessa skemmtilega suðrænu hugmynd sína. Sitt sýnist þó hverjum.
Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss, hefur gripið þennan bolta á lofti og gerir gott grín að öllu saman, en til hliðsjónar má hafa frétt Eyjunnar um hagkvæmt húsnæðisverð í sveitarfélaginu hjá Elliða, en þar fást þrjú raðhús fyrir verð eins í Reykjavík.
Elliði segir:
„Við í Ölfusi erum að fatta að við gerðum stór mistök. Við héldum að fólk væri að leita að góðu húsnæði á hagstæðu verði í sveitarfélagi þar sem væri fyrirtaks þjónusta. Nú vitum við betur. Fólk vill bara pálmatré. #hamingjanerhér #pálmatrénverðaekkihér“
Sjá einnig. Fær tæpar 15 milljónir fyrir hugmyndina að pálmatrjánum – Ljósastaur mun kosta 12,5 milljónir
Sjá einnig: Ólöf segir 140 milljóna pálmatrén ekki dýr:„Þessum verkum er ætlað að virkja svæðið“
Sjá einnig: Reykjavíkurborg ætlar að greiða 140 milljónir fyrir tvö pálmatré – „Er borgarmeirihlutinn að tapa sér?“
Sjá einnig: Hafsteinn garðyrkjumaður segir pálmatré í Vogahverfi vera plöntuníð:„Rándýr aðferð til að kvelja plöntur“