fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Eyjan

Hafsteinn garðyrkjumaður segir pálmatré í Vogahverfi vera plöntuníð: „Rándýr aðferð til að kvelja plöntur“

Ari Brynjólfsson
Miðvikudaginn 30. janúar 2019 13:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er píning fyrir pálmatré að vera flutt úr hitabeltinu og plantað við hjara norðurheimskautsins, það skipti litlu máli þó þau séu geymd inni í hitastýrðum glerklefa. Þetta segir Hafsteinn Hafliðason garðyrkjumaður í samtali við Eyjuna. Líkt og kom fram í gær hyggst Reykjavíkurborg greiða 140 milljónir fyrir pálmatré í Vogahverfi, nýtt hverfi austan við Sæbraut sem mun rísa á næstunni. Pálmatrén verða í upphituðum glerhjúp og er ætlað að bæta líðan íbúa í skammdeginu.

Hafsteinn segir hugmyndina mjög slæma: „Þetta er rándýr aðferð við að kvelja plöntur.“ Aðspurður hvort það skipti ekki máli að þau verði inni í upphituðum glerhjúp segir hann svo ekki vera. „Þetta er mikil píning á tré. Þú tekur ekki pálmatré úr hitabeltinu og setur það niður við Norðurheimskautið.“

Fagurfræðilega sé þetta einnig alls ekki nógu gott, er það hans mat sem fagmanns. „Þetta gjörsamlega stingur í stúf við allt íslenskt umhverfi.“ Varðandi pálmatrén sem voru í Perlunni segir Hafsteinn það ekki hafa verið lifandi tré, það hafi verið pálmalauf sem hafi verið sett í formalín, máluð græn og fest á gervistofn. Það sé allt annað að vera með lifandi tré.

Ekki hefur komið fram hvað uppihaldið mun koma til að kosta, Hafsteinn segir það verða allverulegt, sjálfur myndi hann vilja taka þátt í því. „Það þarf að gera þjónustusamning við skrúðgarðafyrirtæki sem getur tekið að sér að sinna þessum trjám að minnsta kosti einu sinni í viku. Kannski tvisvar í mánuði. Það þurfti þó ekki við stráin við braggann.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Þorsteinn Pálsson leiðréttir Össur: Nei, Össur, það er ekki Viðreisn heldur Samfylkingin sem hallar sér til hægri

Þorsteinn Pálsson leiðréttir Össur: Nei, Össur, það er ekki Viðreisn heldur Samfylkingin sem hallar sér til hægri
Eyjan
Í gær

Segir fund með Grindvíkingum sláandi – „Það er orðið svo þreytt að segja að hugur manns sé hjá þeim“

Segir fund með Grindvíkingum sláandi – „Það er orðið svo þreytt að segja að hugur manns sé hjá þeim“