fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Pressan

Kaldara í Chicago en á Norðurpólnum

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 30. janúar 2019 08:30

Það er kalt í Chicago.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Miklir kuldar herja nú á stóran hluta Bandaríkjanna. National Weather Service segir að tveir þriðju hlutar austurhluta landsins muni fá að kenna á miklum vindi og nístingskulda. BBC hefur eftir John Gagan, veðurfræðingi, að aðstæður sem þessar upplifi fólk aðeins einu sinni á ævinni, svo sjaldgæft er þetta. Mesta kuldanum er spáð á morgun, fimmtudag, en þá telja veðurfræðingar að frostið muni fara niður í 33 gráður í Chicago og vera eins og 46 gráður þegar vindkæling hefur verið tekin með í reikninginn. Þá verður kaldara þar en á Norðurpólnum.

Í nokkrum ríkjum hefur neyðarástandi verið lýst yfir vegna kuldanna, þar á meðal í Wisconsin, Michigan og Illinois, þar sem Chicago er. Fólk á á hættu að verða fyrir ofkælingu og kali á nokkrum mínútum enda er frostið víða mikið og þegar vindkælingin hefur verið tekin með í reikninginn getur það jafnast á við 50 stiga frost. Ef vindkælingin gerir kuldann meiri en 45 gráður getur óvarin húð frosið á fimm mínútum. CNN segir að bandaríska póstþjónustan hafi ákveðið að hætta öllum póstburði í sex ríkjum og í fjórum öðrum verður póstþjónusta mjög skert á meðan á þessu mikla kuldakasti stendur.

En það er ekki nóg með að það sé nístingskuldi sem herjar á fólk heldur bætist snjór við hremmingarnar. Í Wisconsin er til dæmis spáð mikilli snjókomu og að þar falli allt að 60 sm af snjó.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Neyddu drengi til að brjóta kynferðislega á smábarni

Neyddu drengi til að brjóta kynferðislega á smábarni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Piers Morgan biður grenjandi vinstri menn vinsamlegast um að halda kjafti – „Ég er kominn með nóg af þessu“

Piers Morgan biður grenjandi vinstri menn vinsamlegast um að halda kjafti – „Ég er kominn með nóg af þessu“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakar Joe Biden um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en pabbi hans tekur við sem forseti

Sakar Joe Biden um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en pabbi hans tekur við sem forseti
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hér þarftu að passa töskuna þína og armbandsúr vel – Þjófagengi fara mikinn

Hér þarftu að passa töskuna þína og armbandsúr vel – Þjófagengi fara mikinn