fbpx
Sunnudagur 20.apríl 2025
Fókus

Teitur missti pabba sinn: „Tíminn linar sársaukann“

„Mér varð hugsað til pabba þegar úrslit kosninganna lágu fyrir og ég hafði náð kjöri á þing í sama sæti, fyrir sama flokk og í sama kjördæmi.“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 1. desember 2016 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég var 27 ára þegar að faðir minn lést, sviplega, hann varð bráðkvaddur. Ég er þakklátur fyrir þann tíma sem ég hafði með honum,“ segir Teitur BJörn Einarsson Flateyringur og nýkjörinn þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi. Teitur er sonur Einars Odds Kristjánssonar heitins, þingmanns Sjálfstæðisflokksins í sama kjördæmi.

Einar Oddur lést árið 2007. „Pabbi missti sinn föður, afa minn, mjög ungur. Hann hefur verið fjögurra eða fimm ára og rétt aðeins mundi eftir honum. Hann sagði við mig einhvern tímann að honum hafi fundist föðurleysið erfitt og ég held að það hafi mótað hann mjög sem föður. Hann var afskaplega hlýr og góður, gott að leita til hans og við vorum góðir vinir.“

„Þegar mikið gekk á hafði hann einstakt lag á að halda ró sinni“

Teitur segist þakklátur fyrir það veganesti sem faðir hans veitti honum út í lífið. „Tíminn linar síðan sársaukann. Mér varð hugsað til pabba þegar úrslit kosninganna lágu fyrir og ég hafði náð kjöri á þing í sama sæti, fyrir sama flokk og í sama kjördæmi. Það fyllti mig stolti. En að sama skapi vil ég ekki draga upp þá mynd að ég sé með einhverjum markvissum hætti að feta í hans fótspor.“

Hann segir að faðir sinn hafi verið stjórnmálamaður sem átti engan sinn líka. „Þegar mikið gekk á hafði hann einstakt lag á að halda ró sinni og sýna af sér mikið jafnaðargeð. Hann skaut þá oft inn í að þetta yrði allt í lagi, þetta væru mannheimar og umgangast þyrfti mál með það í huga. Hann hafði líka þá skoðun að öll lög, allar reglur, væru mannanna verk og mannanna verkum mætti breyta.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Dimmey Rós og kærastan hennar hafa orðið fyrir fordómum á Íslandi – „Stundum var fólk bara hlæjandi að benda“

Dimmey Rós og kærastan hennar hafa orðið fyrir fordómum á Íslandi – „Stundum var fólk bara hlæjandi að benda“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Flosi hélt lengi að hin fullkomna kona myndi gera hann heilan

Flosi hélt lengi að hin fullkomna kona myndi gera hann heilan
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vinsælt kántríband mætir í Hörpu beint frá Royal Albert Hall

Vinsælt kántríband mætir í Hörpu beint frá Royal Albert Hall
Fókus
Fyrir 3 dögum

Daði nær óþekkjanlegur – Stutthærður með alskegg

Daði nær óþekkjanlegur – Stutthærður með alskegg
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ólafur var milli lífs og dauða – Kom heim til að deyja en fann sig í að aðstoða aðra – „Stundum hafa komið dalir“

Ólafur var milli lífs og dauða – Kom heim til að deyja en fann sig í að aðstoða aðra – „Stundum hafa komið dalir“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Linda Pé öfundar ekki aðrar konur – „Ég hef oft upplifað þetta gagnvart mér“

Linda Pé öfundar ekki aðrar konur – „Ég hef oft upplifað þetta gagnvart mér“