fbpx
Fimmtudagur 15.ágúst 2024
Fókus

Teitur missti pabba sinn: „Tíminn linar sársaukann“

„Mér varð hugsað til pabba þegar úrslit kosninganna lágu fyrir og ég hafði náð kjöri á þing í sama sæti, fyrir sama flokk og í sama kjördæmi.“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 1. desember 2016 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég var 27 ára þegar að faðir minn lést, sviplega, hann varð bráðkvaddur. Ég er þakklátur fyrir þann tíma sem ég hafði með honum,“ segir Teitur BJörn Einarsson Flateyringur og nýkjörinn þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi. Teitur er sonur Einars Odds Kristjánssonar heitins, þingmanns Sjálfstæðisflokksins í sama kjördæmi.

Einar Oddur lést árið 2007. „Pabbi missti sinn föður, afa minn, mjög ungur. Hann hefur verið fjögurra eða fimm ára og rétt aðeins mundi eftir honum. Hann sagði við mig einhvern tímann að honum hafi fundist föðurleysið erfitt og ég held að það hafi mótað hann mjög sem föður. Hann var afskaplega hlýr og góður, gott að leita til hans og við vorum góðir vinir.“

„Þegar mikið gekk á hafði hann einstakt lag á að halda ró sinni“

Teitur segist þakklátur fyrir það veganesti sem faðir hans veitti honum út í lífið. „Tíminn linar síðan sársaukann. Mér varð hugsað til pabba þegar úrslit kosninganna lágu fyrir og ég hafði náð kjöri á þing í sama sæti, fyrir sama flokk og í sama kjördæmi. Það fyllti mig stolti. En að sama skapi vil ég ekki draga upp þá mynd að ég sé með einhverjum markvissum hætti að feta í hans fótspor.“

Hann segir að faðir sinn hafi verið stjórnmálamaður sem átti engan sinn líka. „Þegar mikið gekk á hafði hann einstakt lag á að halda ró sinni og sýna af sér mikið jafnaðargeð. Hann skaut þá oft inn í að þetta yrði allt í lagi, þetta væru mannheimar og umgangast þyrfti mál með það í huga. Hann hafði líka þá skoðun að öll lög, allar reglur, væru mannanna verk og mannanna verkum mætti breyta.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Love Island-par hætt saman – „Mér hefði aldrei dottið í hug að saga okkar myndi enda, sérstaklega með þessum hætti“

Love Island-par hætt saman – „Mér hefði aldrei dottið í hug að saga okkar myndi enda, sérstaklega með þessum hætti“
Fókus
Í gær

Svona geturðu séð hvort að kærastinn þinn sé að skoða aðrar konur á Instagram

Svona geturðu séð hvort að kærastinn þinn sé að skoða aðrar konur á Instagram
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þessir staðir og fyrirbrigði á Íslandi segja ferðamenn að séu ofmetin

Þessir staðir og fyrirbrigði á Íslandi segja ferðamenn að séu ofmetin
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ragnhildur segir marga klóra sér í skallananum yfir orkuefnunum – „Miklu meira valdeflandi að nálgast mat en að forðast mat“

Ragnhildur segir marga klóra sér í skallananum yfir orkuefnunum – „Miklu meira valdeflandi að nálgast mat en að forðast mat“