Einfaldar smákökur með dásamlegum glassúr. Gerist það eitthvað betra?
Kökur – Hráefni:
225 g mjúkt smjör
1/4 bolli sykur
3 msk. maíssterkja
1 tsk. hlynsíróp
1 3/4 bolli hveiti
Glassúr – Hráefni:
3/4 bolli + 1 msk. flórsykur
1/3 bolli hlynsíróp
Aðferð:
Setjið smjör, sykur, maíssterkju og síróp í skál og þeytið vel. Bætið hveitinu varlega saman við á meðan þið hrærið. Kælið deigið í um klukkustund. Hitið ofninn í 160°C og setjið smjörpappír á ofnplötur. Fletjið deigið út á borðfleti með smá hveiti og skerið út kökur. Bakið í 10 til 14 mínútur og leyfið kökunum að kólna alveg. Blandið hráefnum í glassúr vel saman og dreifið honum síðan yfir kökurnar.