Við á matarvefnum elskum sósuna Chimichurri sem á uppruna sinn að rekja til Suður-Ameríku. Sósan er hugsuð sem meðlæti með kjöti, en okkur finnst hún passa einstaklega vel með nánast hverju sem er.
Hráefni:
1 bolli ólífuolía
1/4 bolli nýkreistur sítrónusafi
1/2 bolli fersk steinselja
1/4 bolli ferskt kóríander
2 msk. hvítlaukur, saxaður
1 msk. þurrkað óreganó
1 msk. chili flögur
1 tsk. salt (eða eftir smekk)
Aðferð:
Setjið steinselju og kóríander í matvinnsluvél og blandið í smá stund. Bætið restinni af hráefnunum saman við og blandið vel. Geymið í krukku eða öðrum lofttæmdum umbúðum.