Manchester United er að selja Marouane Fellaini til Kína ef marka má enska fjölmiðla nú í dag.
Sagt er að Fellaini hafi komið á æfingasvæði United í dag til að reyna að fá félagaskptin í gegn.
Nafnið á liðinu í Kína er ekki nefnt en sagt að stjórnendur félagsins séu komnir til Manchester.
Þar eru þeir að reyna að klára samning við Ed Woodward stjórnarformann Manchester United um kaupverðið.
Fellaini er ekki í plönum Ole Gunnar Solskjær en hann fékk nýjan samning hjá félaginu síðasta sumar.
Fellaini hefur verið í fimm og hálft ár hjá United en hann var fyrsti leikmaðurinn sem var keyptur eftir að Sir Alex Ferguson hætti.