fbpx
Laugardagur 19.apríl 2025
Matur

Þú kaupir aldrei aftur franskar eftir að hafa smakkað þessar

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Þriðjudaginn 29. janúar 2019 16:00

Hættulega góðar franskar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stundum er maður ekki alveg nógu svangur til að þurfa að elda heila máltíð og þá er gott að eiga uppskriftir að gómsætu snarli í bakhöndinni. Þessar franskar eru alveg fáránlega góðar og ylja manni svo sannarlega á köldum vetrarkvöldum.

Beikonfranskar

Hráefni:

3–4 meðalstórar Russet-kartöflur
2 msk. lárperuolía
3–4 beikonsneiðar, steiktar og muldar niður
1 tsk. sjávarsalt

Ranch-sósa – Hráefni:

1 bolli mæjónes
1/3 bolli kókosmjólk
1 tsk. dill
½ tsk. sjávarsalt
1 tsk. laukkrydd
½ tsk. hvítlaukskrydd
¼ bolli „hot sauce“

Sósan klikkar ekki með.

Aðferð:

Flysjið kartöflurnar og skerið í lengjur eða báta. Setjið lengjurnar í skál og fyllið hana af vatni. Leyfið kartöflunum að liggja í bleyti í klukkustund. Hitið ofninn í 220°C og setjið smjörpappír á ofnplötu. Hellið vatninu af kartöflunum og þerrið þær með hreinu viskastykki. Setjið þær aftur í skál og blandið lárperuolíu saman við. Raðið kartöflunum á plötuna og ekki leyfa þeim að snertast. Bakið í 15 mínútur. Lækkið hitann í 175°C og bakið í 20 mínútur til viðbótar. Takið úr ofninum og stráið sjávarsalti og beikoni ofan á. Blandið öllum hráefnum í sósuna saman og berið hana fram með kartöflunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
02.09.2024

Vonsvikin með viðbragðstíma Wolt og vældi í netverjum – Viðbrögðin líklega meiri vonbrigði

Vonsvikin með viðbragðstíma Wolt og vældi í netverjum – Viðbrögðin líklega meiri vonbrigði
Matur
02.09.2024

Vel heppnað Kjúklingafestival

Vel heppnað Kjúklingafestival
Matur
22.06.2024

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar
Matur
18.06.2024

Bjóða upp á hamborgara frá ýmsum heimshornum

Bjóða upp á hamborgara frá ýmsum heimshornum
Matur
01.04.2024

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík
Matur
29.03.2024

Þessar matartegundir er hjálplegt að borða áður en þú ferð að djamma

Þessar matartegundir er hjálplegt að borða áður en þú ferð að djamma