Leigubílasögurnar eru daglegur liður hér á 433.is. Í þessum lið er farið yfir helsta slúðrið og sögusagnirnar úr fótboltanum, aðallega úr bresku pressunni.
Félagaskiptaglugginn í Evrópu hefur nú opnað á nýjan leik og eru fjölmörg félög að horfa í kringum sig.
Hér má sjá pakka dagsins.
———
Arsenal vill fá Gary Cahill frá Chelsea til að hjálpa til vegna vandræða í vörn félagsins. (Mirror)
Idrissa Gueye miðjumaður Eveton vill fara til PSG sem hefur gert tilboð í hann. (Mail)
Chelsea vill fá Ivan Rakitic miðjumann Barcelona í sumar. (Sport)
Manchester City hefur áhuga á Ben Chilwell bakverði Leicester í sumar. (ESPN)
Newcastle hefur ekki keypt neinn leikmann í janúar og Rafa Benitez íhugar að fara í sumar. (Times)
Manchester United ætlar ekki að reyna að fá Ivan Perisic en Arsenal reynir að fá hann frá Inter. (Standard)
Manchester United hefur boðið Juan Mata tólf mánaða samning en hann er samningslaus í sumar. (Mirror)
Tottenham vill fá Carlos Soler miðjumann Valencia á 30 milljónir punda. (ESPN)
Manchester City hefur samþykkt 11 milljóna punda tilboð frá Schalke í Rabbi Matondo. (Telegraph)
Burnley vill fá Che Adam framherja Birmingham og Vincent Jansen framherja Tottenham. (Mail)
Lille ræðir við Swansea um að fá Leroy Fer. (Sky)