fbpx
Miðvikudagur 16.apríl 2025
Pressan

Fjórir lögreglumenn skotnir í Texas

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 29. janúar 2019 05:59

Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjórir lögreglumenn voru skotnir í Texas í nótt að íslenskum tíma. Lögreglan í Houston, stærstu borg ríkisins, skýrði frá þessu á Twitter. Fram kemur að til skotbardaga hafi komið er fíkniefnalögreglumenn voru að bregðast við tilkynningu um meinta heróínsölu. Skotið var á þá þegar þeir reyndu að komast inn í húsið en dómari hafði gefið út húsleitarheimild.

Tveir lögreglumenn eru í lífshættu en ástand tveggja er stöðugt. Annar hinna lífshættulega særðu var fluttur með þyrlu á sjúkrahús. Báðir hinir lífshættulega særðu lögreglumenn eru nú á skurðarborðinu en þeir voru báðir skotnir í hnakkann.

Skotbardaginn átti sér stað í húsi í austurhluta Houston. Lögreglumenn hafa unnið að því í nótt að kanna hvort byssumaðurinn hafi átt sér samverkamenn og hvort þeir leynist í húsinu.

Á fréttamannafundi lögreglunnar nú undir morgun að íslenskum tíma kom fram að lögreglan hafi ekki enn farið inn í umrædda íbúð en hafi sent vélmenni inn til að kanna aðstæður því ekki sé ljóst hvort fleiri vopnaðir menn séu þar inni. Myndir frá vélmenninu sýna að tveir menn eru látnir í íbúðinni og er ekki annað að sjá en þeir hafi fallið fyrir skotum lögreglumanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Eru þetta vonarstjörnur vonlausra demókrata?

Eru þetta vonarstjörnur vonlausra demókrata?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Leiddur fyrir aftökusveit og skotinn til bana

Leiddur fyrir aftökusveit og skotinn til bana
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Ég drakk grænt te í staðinn fyrir kaffi í einn mánuð og átti ekki von á þessu“

„Ég drakk grænt te í staðinn fyrir kaffi í einn mánuð og átti ekki von á þessu“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hélt að fyrrverandi væri að senda hótanir – Sannleikurinn kom í ljós þegar hún fannst myrt

Hélt að fyrrverandi væri að senda hótanir – Sannleikurinn kom í ljós þegar hún fannst myrt
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þessi áfengi drykkur hringir viðvörunarbjöllum hjá barþjónum

Þessi áfengi drykkur hringir viðvörunarbjöllum hjá barþjónum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Svona getur þú haldið mýflugum og öðrum skordýrum fjarri með álpappír

Svona getur þú haldið mýflugum og öðrum skordýrum fjarri með álpappír
Pressan
Fyrir 4 dögum

Bill Gates varpar ljósi á upphæðina sem börnin hans munu erfa

Bill Gates varpar ljósi á upphæðina sem börnin hans munu erfa
Pressan
Fyrir 4 dögum

Indverjar vinna hratt að gerð nýrra verndarsvæða fyrir tígrisdýr – Ástæðan er mikil fjölgun í stofninum

Indverjar vinna hratt að gerð nýrra verndarsvæða fyrir tígrisdýr – Ástæðan er mikil fjölgun í stofninum