Grilluð samloka er klassískur réttur þegar maður veit ekkert hvað á að fá sér í hádegis- eða kvöldmat, jafnvel morgunmat. Þessi grillaða samloka hér fyrir neðan er algjört lostæti sem við mælum með.
Hráefni:
6 sneiðar vel steikt beikon (stökkt)
1 brauðhleifur
smjör
3 msk. grænt pestó
1 hvítlauksgeiri, skorinn í tvennt
Aðferð:
Hitið samlokugrillið. Skerið brauðið í sex þykkar sneiðar og smyrjið eina hlið á hverri sneið. Dreifið úr pestóinu yfir þrjár sneiðar og raðið tveimur sneiðum af beikoni ofan á hverja sneið. Þeir sem vilja bæta við osti er frjálst að gera það. Lokið með brauðsneið og látið smjörið snúa niður. Þrýstið vel saman og setjið í grillið. Takið úr grillinu og nuddið hvítlauknum á báðar brauðsneiðarnar. Berið fram strax.