,,Ég ætla ekki að bera saman Solskjær og Mourinho,“ sagði Romelu Lukaku, framherji Manchester United um stemminguna hjá félaginu eftir að Jose Mourinho var rekinn.
Lukaku virðist blómstra undir stjórn Solskjær þrátt fyrr það að vera meira á bekknum en áður. Hann var frábær í sigri liðsins á Arsenal á föstudag í bikarnum.
Mourinho keypti Lukaku til United fyrir einu og hálfu ár en hann var síðan rekinn frá félaginu í desember.
Undir stjórn Solskjær hefur gengi liðsins batnað mikið og hefur United unnið alla átta leikina undir hans stjórn.
,,Ég er á þeirri skoðun að Mourinho hafi gert margt gott fyrir United.“
,,Hann vann titla hérna, ég ber mikla virðingu fyrir honum. Hann er stjórinn sem keypti mig;“ sagði Lukaku en Mourinho treysti mikið á Lukaku í sinni tíð. Hjá Solskjær hefur Rashford fengið það traust sem fremsti maður liðsins.