Sean Dyche, stjóri Burnley segir að Jóhann Berg Guðmundsson eigi möguleika á að spila leik liðsins gegn Manchester United á morgun.
Kantmaðurinn hefur misst af síðustu leikjum liðsins vegna meiðsla í mjöðm en gæti spilað á Old Trafford á morgun.
Jóhann hefur verið einn besti leikmaður Burnley á tímabilinu en hefur misst út nokkra leiki vegna meiðsla.
Meira.
90 mínútur með Jóhanni Berg: Ungur upplifði hann höfnun og erfiðleika – Líður vel á stærsta sviðinu
Dyche sagði að ákvörðun um þáttöku Jóhanns yrði tekinn skömmu fyrir leik en hann gat ekki spilað gegn Manchester City í bikarnum á laugardag.
Burnley hefur verið að ýta sér frá botninum í síðustu leikjum en United hefur unnið alla átta leiki sína undir stjórn Ole Gunnar Solskjær.
SD will make late decisions on Johann Berg Gudmundsson and Phil Bardsley ahead of Tuesday. Robbie Brady will have his groin injury assessed today.
— Burnley FC (@BurnleyOfficial) January 28, 2019