fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fókus

Skaði sendir frá sér Ástarseið

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 28. janúar 2019 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjöllistakonan Skaði Þórðardóttir sendir frá sér tónlistarmyndband við lagið Ástarseið af kassettunni Jammið sem kom út í lok nóvember á vegum Falk records. 

Myndbandið tók Skaði upp í Berlín þegar hún dvaldist þar í hjólhýsi hjá vinkonu sinni í byrjun nóvember og var iðin við tónleikahald þar í borg. Myndbandið er að mestu tekið upp inn í hjólhýsinu, en þess má geta að hjólhýsið er í hjólhýsahverfi sem er staðsett í gömlum kirkjugarði í Neukölln í Berlín.

Óhætt er að segja að Skaði hefur nóg á sinni könnu þessa dagana. Hún tekur þátt í Söngvakeppni sjónvarpsins með laginu Jeijó keyrum alla leið ásamt Ella Grill og Glymi, en lagið er eftir Barða Bang Gang. Og laugardaginn 2. febrúar er hún með lokapartý á sýningunni Skrímslin í skápnum í Gallery 78 Suðurgötu 3. Partýið er á milli kl. 18-20 og hún Skaði stíga þar á stokk ásamt Mighty Bear og Kríu. 

Fylgjast má með Skaða á Facebook-síðu hennar og Instagram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Elísabet Reynis um Ozempic – „Mitt svar er einfalt og hreint NEI!“

Elísabet Reynis um Ozempic – „Mitt svar er einfalt og hreint NEI!“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Annie Mist sendir óvildarmönnum sínum pillu – Ekki á frammistöðubætandi lyfjum

Annie Mist sendir óvildarmönnum sínum pillu – Ekki á frammistöðubætandi lyfjum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Guðni segist hafa sært, meitt og stolið: „En ég hef aldrei gert mistök“

Guðni segist hafa sært, meitt og stolið: „En ég hef aldrei gert mistök“