Fjöllistakonan Skaði Þórðardóttir sendir frá sér tónlistarmyndband við lagið Ástarseið af kassettunni Jammið sem kom út í lok nóvember á vegum Falk records.
Myndbandið tók Skaði upp í Berlín þegar hún dvaldist þar í hjólhýsi hjá vinkonu sinni í byrjun nóvember og var iðin við tónleikahald þar í borg. Myndbandið er að mestu tekið upp inn í hjólhýsinu, en þess má geta að hjólhýsið er í hjólhýsahverfi sem er staðsett í gömlum kirkjugarði í Neukölln í Berlín.
Óhætt er að segja að Skaði hefur nóg á sinni könnu þessa dagana. Hún tekur þátt í Söngvakeppni sjónvarpsins með laginu Jeijó keyrum alla leið ásamt Ella Grill og Glymi, en lagið er eftir Barða Bang Gang. Og laugardaginn 2. febrúar er hún með lokapartý á sýningunni Skrímslin í skápnum í Gallery 78 Suðurgötu 3. Partýið er á milli kl. 18-20 og hún Skaði stíga þar á stokk ásamt Mighty Bear og Kríu.
Fylgjast má með Skaða á Facebook-síðu hennar og Instagram.