fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fókus

Hallgrímur og Dagur spurðir spjörunum úr

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 30. janúar 2019 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hallgrímur Helgason og Dagur Hjartarson lesa úr og spjalla um nýútkomnar bækur sínar á bókakaffi kvöldsins, sem fer fram í Menningarhúsinu í Gerðubergi kl. 20-22 í kvöld.

Á skáldatali býður Borgarbókasafnið tveimur rithöfundum og skáldum að koma saman og ræða nýútkomnar bækur sínar, eldri verk, framtíðaráform, atvinnuleyndarmál, uppáhalds uppskriftir eða önnur sérleg hugðarefni.

Hallgrímur Helgason sendi frá sér skáldsöguna Sextíu kíló af sólskini nú fyrir jólin, en þar fjallar hann um sjávarþorpið Segulfjörð og þau örfáu umbyltingarár í íslenskri sögu þegar síldin synti með nútímann inn fjörðinn. Hallgrímur hlaut tilnefningu til Íslensku bókmenntaverðlaunanna fyrir bókina.

Því miður er þriðja ljóðabók Dags Hjartarsonar, en hann hefur einnig sent frá sér smásagnasafn og skáldsögu. „Því miður eru allir þjónustufulltrúar okkar uppteknir / af feigðinni,“ segir í heilsteyptu ljóðverki, þar sem kápan vísar beina leið til stórveldisins Domino’s.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Matarbloggari kom upp um framhjáhald og hafði ekki hugmynd um það

Matarbloggari kom upp um framhjáhald og hafði ekki hugmynd um það
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“