fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fréttir

Halldór Benjamín verður næsti framkvæmdastjóri SA

Framkvæmdastjórn SA mun tilkynna aðildarfélögum samtakanna um ráðninguna í dag – Ráðningarferlið hefur tekið um fjórtán vikur

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 13. desember 2016 10:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar Icelandair Group, verður næsti framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins (SA). Framkvæmdastjórn Samtaka atvinnulífsins mun greina aðildarsamtökum SA frá ráðningu Halldórs Benjamíns á fundi í Húsi atvinnulífsins í dag, samkvæmt heimildum DV. Til stendur að óbreyttu að tilkynna í kjölfarið opinberlega um nýjan framkvæmdastjóra SA næstkomandi föstudag.

Eiríkur Jónsson greindi fyrst frá því á vef sínum í gærkvöldi að Halldór Benjamín yrði ráðinn framkvæmdastjóri SA.

Meira en sextán vikur eru liðnar síðan Þorsteinn Víglundsson, nú þingmaður Viðreisnar, hætti sem framkvæmdastjóri SA eftir rétt tæp þrjú og hálft ár í starfi. Í auglýsingu samtakanna nú í haust var óskað eftir öflugum einstaklingi með háskólamenntun til krefjandi stjórnunar- og leiðtogastarfa þar sem reynir á frumkvæði, samskiptahæfni, forystuhæfileika og skipulögð vinnubrögð. Umsóknarfresturinn rann út 7. september og hefur ráðningarferlið því tekið um fjórtan vikur.

Halldór Benjamín, sem er hagfræðingur og með MBA-gráðu frá Oxford-háskóla í Bretlandi, var meðal annars fenginn til að kynna skuldaleiðréttingu síðustu ríkisstjórnar í Hörpu í nóvember árið 2014. Þá hafði hann einnig aðkomu að undirbúningi að kynningu á áætlun stjórnvalda um losun fjármagnshafta í júní 2015.

Halldór Benjamín hefur starfað hjá Icelandair Group frá því í ársbyrjun 2010. Formaður framkvæmdastjórnar SA, sem tekur ákvörðun um ráðningu nýs framkvæmdastjóra samtakanna, er Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group.

Þá starfaði Halldór Benjamín á árunum 2006 til 2009 sem verkefnastjóri hjá fjárfestingafélaginu Milestone Group. Þar áður hafði hann verið hagfræðingur hjá Viðskiptaráði Íslands.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“
Fréttir
Í gær

Dómur yfir manni sem varð konu sinni að bana á Akureyri veldur ólgu – „Það er allt siðferðislega rangt við þessa nafnleynd“

Dómur yfir manni sem varð konu sinni að bana á Akureyri veldur ólgu – „Það er allt siðferðislega rangt við þessa nafnleynd“
Fréttir
Í gær

Ætluðu að slaka á í Sky Lagoon en annað kom á daginn – „Vá! Þetta er brjálað“

Ætluðu að slaka á í Sky Lagoon en annað kom á daginn – „Vá! Þetta er brjálað“
Fréttir
Í gær

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar
Fréttir
Í gær

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks