Það brutust út lítilleg slagsmál á Emirates í kvöld er Arsenal fékk Manchester United í heimsókn.
Undir lok leiksins lentu þeir Sead Kolasinac og Marcus Rashford í smá árekstri áður en Jesse Lingard blandaði sér í málið.
Lingard missti heldur stjórn á skapi sínu og ætlaði að vaða í Kolasinac áður en Granit Xhaka blandaði sér í málið.
Stuttu síðar reifst Lingard svo við stuðningsmenn Arsenal sem höfðu kastað smápeningum í átt hans.
Rashford og Kolasinac fengu báðir gult spjald fyrir að fara ‘enni í enni’ en Lingard var ekki refsað.
Mikill hiti eins og má sjá hér fyrir neðan en United hafði betur 3-1 að lokum.
Lingard has rattled Arsenal football club ? pic.twitter.com/XHJTwktoV9
— UnitedReview (@TheUtdReview) 25 January 2019