fbpx
Fimmtudagur 21.nóvember 2024
Eyjan

Nýtur ekki lengur stuðnings sem formaður – Staðan rædd á mánudag

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 25. janúar 2019 09:07

Bergþór Ólason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Staða Bergþórs Ólasonar, þingmanns Miðflokksins og formanns umhverfis- og samgöngunefndar, verður rædd sérstaklega næstkomandi mánudag innan nefndarinnar, þar sem Bergþór nýtur ekki lengur stuðnings. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag.

Klaustursmálið og endurkoma Klaustursþingmanna var rætt á þingflokksformannsfundi í gær. Samkvæmt Bjarkey Olsen Gunnarsdóttur, þingflokksformanns VG, stóð fundurinn yfir í um hálftíma og þótti yfirvegaður þar sem starfsfriður og áframhald þingstarfa var rætt:

„Við munum svo aftur fara yfir stöðuna á mánudaginn. Við erum ekki að ræða málefni einstakra þingmanna heldur aðeins umhugað um að þingstörf geti gengið hér áfram,“

sagði Bjarkey við Fréttablaðið.

Ekki lengur stætt sem formanni

Segist blaðið hafa heimildir fyrir því að mál Bergþórs verði rætt sérstaklega á mánudaginn þar sem á fundinum í gær hafi ekki ríkt einhugur um áframhaldandi formennsku hans í umhverfis- og samgöngunefnd.

Ari Trausti Guðmundsson, þingmaður VG, sem einnig á sæti í nefndinni, segir að Bergþór njóti ekki lengur stuðnings til áframhaldanandi setu í nefndinni. Hann tekur þó fram að stjórnarandstaðan hafi fengið þrjá formannsstóla fastanefnda og því sé raðað niður eftir þingstyrk:

„Þau fengu þrjá formenn nefnda eftir ákveðnu samkomulagi og því er það þeirra að leysa þetta mál og nú hefur bæði fulltrúi Viðreisnar og Samfylkingar og einnig fulltrúi Vinstri grænna lýst yfir að þau vilji ekki að hann leiði þetta áfram og það er honum alveg ljóst,“

segir Ari Trausti, sem segir nokkra möguleika í stöðunni:

„Við þurfum ekkert að kjósa því ef minnihlutinn ræðir saman þá getur hann stigið til hliðar og einhver annar úr Miðflokknum komið inn í hans stað. Við í meirihlutanum erum í raun og veru ekki að vasast með þetta mál, þetta er í höndum minnihlutans. En þetta verður rætt í hópi þingflokksformanna á mánudag.“

Þess má geta að ef Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason ganga til liðs við Miðflokkinn, en þeir eru nú utan flokka eftir að þeir fengu reisupassann frá Ingu Sæland og Flokki fólksins vegna Klaustursmálsins, verður Miðflokkurinn stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn á þingi. Þannig geti hann krafist aukinna valda, til dæmis ráðið því í hvaða nefndum Miðflokkurinn færi með formannsstól.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 4 um ESB/evru: Þýzkaland tók evru fram yfir sitt ofursterka mark (DM) – hvað segir það okkur?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 4 um ESB/evru: Þýzkaland tók evru fram yfir sitt ofursterka mark (DM) – hvað segir það okkur?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Inga lét sverfa til stáls – „Ég get til dæmis ekki lesið í gegnum höfuðið á þér“

Inga lét sverfa til stáls – „Ég get til dæmis ekki lesið í gegnum höfuðið á þér“