fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Helga Vala segir ritstjóra Moggans ítrekað fara með rógburð og níð

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 25. janúar 2019 07:55

Davíð Oddsson, hættir sem ritstjóri Morgunblaðsins á árinu

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í pistli, sem Helga Vala Helgadóttir, skrifar í Morgunblaðið í dag fjallar hún um ástæður þess að hún skrifar reglulega pistla í Morgunblaðið. Pistill hennar í dag ber heitið: „Af hverju að skrifa í Morgunblaðið“. Óhætt er að segja að hún fari hörðum orðum um Davíð Oddsson, ritstjóra Morgunblaðsins, í pistlinum.

Hún byrjar á að segja að frá því að henni var úthlutað plássi á tíu daga fresti í Morgunblaðinu í aðdraganda þingkosninganna 2017 hafi hún oft verið spurð hvernig hún hafi geð í sér til að skrifa í blaðið.

„Fyrirspyrjendur segja allir ástæðu spurningarinnar þá sömu. Ritstjórinn sem stýrir þessu blaði hefur um áratugaskeið verið þess háttar gerandi í íslensku samfélagi að það er óásættanlegt að margra mati að kjörinn fulltrúi jafnaðarmanna á Íslandi, helsta óvinar ritstjórans fyrr og síðar, taki þátt í að fylla blað ritstjórans með orðum sínum.“

Helga Vala segir að fram til þessa hafi það verið skoðun hennar að það skipti máli að boðskapur og stefna jafnaðarmanna í Samfylkingunni berist sem víðast.

„Að þrátt fyrir ritstjórann, sem augljóslega hefur ekki það markmið að efla veg og virðingu Morgunblaðsins með setu sinni í ritstjórastól, sé það mikilvægt að þeir lesendur Morgunblaðsins sem eftir eru fái lesið það sem við höfum fram að færa. Þá hef ég einnig sagt í vörnum mínum fyrir skrif mín í blaðið að þrátt fyrir ritstjórann starfi við blaðið fjöldi góðra blaðamanna, jafnvel afbragðs blaðamanna, sem sinna mjög vel t.d. mannlífs- og menningarskrifum sem og fréttaskýringum og það megi ekki gleymast. Það fólk hefur á stundum átt alla mína samúð og á enn enda hlýtur starf þess og starfsaðstæður undanfarinn áratug á köflum að hafa verið afar flókin.“

Segir Helga Vala og víkur því næst penna að hinu mikilvæga hlutverki fjölmiðla sem séu ekki kallaðir fjórða valdið að ástæðulausu. Þeir veiti löggjafarvaldinu, framkvæmdavaldinu og dómsvaldinu nauðsynlegt aðhald. Hún segir að fjórða valdið eigi að bera fram staðreyndir, upplýsa almenning og miðla ýmsum fróðleik. Þeir þurfa að fara vel með vald sitt segir Helga Vala og leita sannleikans.

„Því miður þá hefur ritstjórinn og þeir sem honum hlýða á ritstjórn blaðsins fallið ítrekað á fagmennskuprófinu. Vilji ritstjórans til að afvegaleiða umræðuna, fara fram með hálfsannindi og rógburð, dylgjur eða níð hefur því miður dregið fjölmiðilinn niður á slíkt plan að enn á ný stendur maður frammi fyrir þeirri spurningu til hvers í ósköpunum maður er að taka þátt í pistlaskrifum í sama blað. Tímasetningin er engin tilviljun enda hefur ritstjórinn um áratugaskeið beitt nákvæmlega sömu tækni. Það vita þeir sem starfað hafa með honum í stjórnmálum og víðar. Ef þú fylgir honum ekki í einu og öllu ertu á móti honum. Það er enginn millivegur og þá skipta staðreyndir eða sannleikur engu máli.“

Segir Helga Vala sem er hugsanlega að vísa til umræðu sem hefur verið í þjóðfélaginu undanfarið um hana sjálfa en eins og DV hefur fjallað um.

Hún lýkur pistli sínum á eftirfarandi orðum:

„Tilgangurinn helgar meðalið, fjölmiðillinn Morgunblaðið er dreginn niður í svaðið með ritstjóranum og fjórða valdið skaddast. Eftir stendur viðfangsefnið, stundum laskað, stundum fíleflt en fjölmiðillinn og þar af leiðandi hið upplýsta samfélag ber skaðann.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Læknar tjá sig um „skelfileg skrif“ Áslaugar og saka hana um fáfræði og vanþekkingu – „Fyrst og fremst bruðl með ríkisfé“ 

Læknar tjá sig um „skelfileg skrif“ Áslaugar og saka hana um fáfræði og vanþekkingu – „Fyrst og fremst bruðl með ríkisfé“ 
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Kröfur í bú veitingastaðarins Héðins reyndust mun meiri en áður var talið

Kröfur í bú veitingastaðarins Héðins reyndust mun meiri en áður var talið
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Er þriðja heimsstyrjöldin í uppsiglingu? Hvað segja sérfræðingar?

Er þriðja heimsstyrjöldin í uppsiglingu? Hvað segja sérfræðingar?
Fréttir
Í gær

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt
Fréttir
Í gær

Reykjavíkurborg gafst upp á nágrannadeilum í Grafarholti

Reykjavíkurborg gafst upp á nágrannadeilum í Grafarholti