fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
Eyjan

Bergþór Ólason segir ótvírætt að upptakan sé ólögleg: „Þarna vorum við augljóslega ekki að ganga fram sem kjörnir fulltrúar“

Tómas Valgeirsson
Fimmtudaginn 24. janúar 2019 21:00

Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins. Skjáskot af vef RÚV.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þessi upptaka sem þarna er gerð, sem ég held að enginn velkist í vafa um að er ólögleg, hún verður ekki meiðandi fyrr en hún er birt. Það var ekki ætlan þeirra sem þarna sátu að særa þá sem þarna verða fyrir.“

Svo mælir Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, í viðtali í Kastljós í kvöld, en þangað mætti hann til að ræða Klaustursupptökurnar og endurkomu sína á þing. Þeir Bergþór og Gunnar Bragi Sveinsson, varaformaður Miðflokksins, hafa snúið tilbaka úr leyfi í kjölfar Klaustursmálsins og mættu óvænt í þingsal í morgun.

Sjá einnig: Gunnar Bragi fór í „blakkát“ á Klaustri – Þekkti ekki sjálfan sig og týndi fötunum

Samkvæmt könnun Maskínu vilja 90% þjóðarinnar að Bergþór segi af sér þingmennsku og er Bergþór því spurður hvers vegna hann snéri aftur. Hann segir málið vera tvíþætt. „Ef við horfum annars vegar á af hverju það gerist í dag og af hverju það gerist yfir höfuð,“ segir hann.

„Það sem orsakar að þetta gerðist í dag er þessi uppákoma sem varð í þinginu í tengslum við siðanefndarmálið og hvernig mál atvikast þar, um þessa viðbótar forsætisnefnd og þar taldi maður rétt að maður væri á þeim vígvelli þar sem boðað var til orrustunnar. Það snýr að dagsetningunni í dag, en það sem skiptir meira máli er að þegar maður kemur sér í stöðu eins og maður kom sér í með þessu rausi á Klaustri forðum, þá verður maður að stíga til baka og ná áttum. Maður fer í ákveðna sjálfsskoðun og talar við þá sem standa manni næst og þekkja mig best.“

Bergþór segist vera miður sín yfir þeim orðum sem hann lét falla á Klaustur, að þau samsvari ekki almennum kurteisisreglum, og bætir við að hann þurfi að mæta sínum skuldadögum í næstu kosningum. Einnig tekur hann fram að í leyfi sínu hafi hann farið til áfengisráðgjafa og er kominn í ótímabundið leyfi frá áfengi auk þess að hafa leitað sér sálfræðiaðstoðar. Hann segist ekki líta á sig sem ofbeldismann, að ekki sé hægt að skilgreina menn ofbeldismenn fyrir raus á bar. Þarna vísar hann í lýsingu Lilju Alfreðsdóttur, menntamálaráðherra, þegar hún tjáði sig um þau orð sem þingmenn létu falla í sinn garð.

„Það voru mörg orð látin falla sem maður vildi gjarnan geta tekið til baka,“ segir Bergþór.

„Mjög óhefðbundinn vinnustaður“

Einar Þorsteinsson fréttamaður vísar þá í hátternisskyldur alþingismanna, en þar segir meðal annars að þingmenn skuli í öllu hátterni sínu sýna Alþingi, stöðu þess og störfum virðingu. Jafnframt segir að þingmenn skulu ekki sýna öðrum þingmönnum eða starfsmönnum þingsins kynferðislega eða kynbundna áreitni, leggja þá í einelti eða koma fram við þá á annan vanvirðandi hátt.

Bergþór segir skiptar skoðanir vera um hvort reglur siðanefndar eigi við um Klaustursmálið. „Það þarf að teygja sig mjög langt til þess að skilgreina það sem svo að þarna hafi þetta samtal okkar, sem við töldum vera í einrúmi, vera einhvers lags framgöngu okkar sem þingmanna,“ segir hann og telur málið ekki eiga erindi við siðanefnd í ljósi þess að þeir voru ekki í þingsalnum. „Þarna vorum augljóslega við ekki að ganga fram sem kjörnir fulltrúar, það er nú bara þannig.“

„Það er fullt af atriðum og vinklum í þessu máli sem geta haldið áfram og þurfa að halda áfram,“ segir hann. „Á endanum er það þannig að við þurfum að vinna inni á þingi og koma málum fram, sem er okkar starf og allra þeirra sem þar eru.“

Bergþór segir enga ákvörðun hafa verið tekna um það varðandi það að  hann stigi niður sem formaður Umhverfis- og samgöngunefndar og vill hann meina að það skýrist betur á næstunni. „Það er skylda þingmanna að vinna saman. Alþingi er ekkert eins og venjulegt fyrirtæki. Alþingi er fullt af pólitískum andstæðingum. Það er ekki bara á milli flokka, heldur innan flokka sem menn eru búnir að takast á í blóðugum bardögum og uppstillingum. Þetta er mjög óhefðbundinn vinnustaður.“

Aðspurður hver lærdómurinn sé af þessu máli segir Bergþór hann vera margþættan og djúpan. „Við komum ekkert inn á þing aftur til að vera í einhverju þagnarbindindi. Við komum til að sinna okkar störfum og okkar málefnum. Þessi hluti sem snýr að því að biðjast fyrirgefningar og gera upp það sem gerðist á Klaustri, það getur klárast og verið í farvegi þó aðrir angar málsins haldi áfram,“ segir Bergþór.

„Ég held það sé mjög lítill hluti íslensks samfélags sem upplifir það sem nýja viðmiðið sem fólk vill hafa hér, að þetta sé normið að eiga hættu, alveg burtséð frá vitleysunni sem við sögðum og ég sérstaklega.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Atlaga Stefáns Einars að Þórði Snæ hjálpar Samfylkingu – tryggir jafnvel kjör fyrrum ritstjóra Fréttablaðsins

Orðið á götunni: Atlaga Stefáns Einars að Þórði Snæ hjálpar Samfylkingu – tryggir jafnvel kjör fyrrum ritstjóra Fréttablaðsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Steinunn Ólína skrifar: Óheiðarleiki er smitsjúkdómur

Steinunn Ólína skrifar: Óheiðarleiki er smitsjúkdómur
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Ræðum ESB!

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Ræðum ESB!
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sér íslenskir skattar og yndi stjórnlyndra flokka

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sér íslenskir skattar og yndi stjórnlyndra flokka