fbpx
Fimmtudagur 15.ágúst 2024
Fréttir

Grímur reiður og sakar Davíð og Sigmund um herferð gegn eiginkonu hans: „Éttann sjálfur ómennið yðar!“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 24. janúar 2019 16:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Grímur Atlason eiginmaður Helgu Völu Helgadóttur þingmanns Samfylkingarinnar sendir Davíð Oddssyni kaldar kveðjur á Facebook. Þar sakar hann Davíð, Sigmund Davíð Gunnlaugsson og Miðflokkinn um árásir.

Í síðustu viku greindi DV frá því að þrálátur orðrómur gengi manna á milli um að Helgu Völu. Orðrómurinn sagði hana leggja stund á búðahnupl og jafnframt á hún að hafa verið staðin að verki í Hagkaup á dögunum. Helga Vala tók fram að um sögusagnir væri að ræða og nokkrar útgáfur til. Kvaðst hún heyra orðróminn úr öllum áttum. Hagar sendu síðan frá sér yfirlýsingu þar sem fram kom að Helga Vala væri alsaklaus og hefði aldrei verið kærð fyrir að stela úr verslunum fyrirtækisins.

Orðrómurinn var hávær og sagan var að hún væri stelsjúk. Var Helgu Völu líkt við Winona Ryder og fleiri til sem hafa gerst sekir um búðarhnupl.

Helga Vala sagði að hún vissi ekki hver hefði komið gróusögunni af stað en grunaði hana þó að tímasetningin væri engin tilviljun, en á þessum tíma var haldinn fundur stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis þar sem þingmenn Miðflokksins, Gunnar Bragi Sveinsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, sökuðu Helgu Völu um pólitískt útspil.

Í dag birtist svo frétt í Morgunblaðinu þar sem rætt var við Karl Gauta Hjaltason fyrrverandi þingmann Miðflokksins. Hann er einn þeirra sem sátu að sumbli á Klaustur bar í nóvember í fyrra. Þar ræddi hann um tölvupóst sem Helga Vala sendi eftir að hún ásamt tveimur þingmönnum vék af fundi í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis. Fundinum var ekki lokið þegar Helga Vala sendi á annan þingmann:

„Hér er lokkandi sól í garðinum og bjór í krana.“

Af orðum Karls Gauta í Morgunblaðinu í dag má ætla að ekki sé óeðlilegt eða óalgengt að þingmenn fari saman á veitingahús og fái sér bjór. „Það er ekkert nýtt,“ segir hann. Aðspurður hvort gagnrýnin á fundinn á Klaustur bar í nóvember, þar sem sex þingmenn létu ýmis ósæmileg ummæli falla, hafi ekki snúist að því sem var sagt þar, segir Karl Gauti:

„Það hafa sumir verið að finna að því að men hafi verið þarna á vinnutíma.“

Grímur Atlason finnst með þessu vegið á ósanngjarnan hátt að konu sinni. Hann segir:

„Samkvæmt Davíð Oddssyni, Sigmundi Davíð, Miðflokknum og málgagni þeirra Morgunblaðinu hef ég búið með drykkjukonu og þjófi í 20 ár. Við því er þetta að segja: Aum var þeirra sókn en hún var þó hátíð miðað við vörnina. Ég hef sagt það áður og geri það aftur: Éttann sjálfur ómennið yðar!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Dóttir Musk tætir í sig heimsþekktan ævisöguritara hans – „Það er andskotans brandari“

Dóttir Musk tætir í sig heimsþekktan ævisöguritara hans – „Það er andskotans brandari“
Fréttir
Í gær

Lögregla kölluð til eftir skírn í Hallgrímskirkju – „Ég er mjög hrædd því ég veit ekki hvað hann gerir næst“

Lögregla kölluð til eftir skírn í Hallgrímskirkju – „Ég er mjög hrædd því ég veit ekki hvað hann gerir næst“
Fréttir
Í gær

Sóley segir orðatiltækið „svolítið OCD“ grafa undan skilningi á þráhyggju og áráttu

Sóley segir orðatiltækið „svolítið OCD“ grafa undan skilningi á þráhyggju og áráttu
Fréttir
Í gær

Sparaði 12 milljónir á tveimur árum en íbúðin hafði á sama tíma hækkað um 18 milljónir

Sparaði 12 milljónir á tveimur árum en íbúðin hafði á sama tíma hækkað um 18 milljónir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þingfesting í stóra fíkniefnamálinu – Nístandi kvíði sakborninga sem óttast afhjúpun og smánun

Þingfesting í stóra fíkniefnamálinu – Nístandi kvíði sakborninga sem óttast afhjúpun og smánun
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kom starfsmanni Keflavíkurflugvallar í opna skjöldu – Sjáðu myndina

Kom starfsmanni Keflavíkurflugvallar í opna skjöldu – Sjáðu myndina