Reykjavíkurborg mun bjóða upp á íbúasamráð þar sem fjallað verður um varanlegar göngugötur í Reykjavík. Laugavegur er eitt mest nýtta göturými borgarinnar dag og hafa miklar umræður skapast undanfarin ár vegna breytinga á Laugaveginum. Hafa nokkrir verslunareigendur kvartað undan lokun götunar fyrir bifreiðum.
Í september í fyrra ákvað borgarstjórn Reykjavíkurborgar að fela umhverfis- skipulagssviði að gera tillögu að útfærslu þess efnis að Laugavegi og Bankastræti, ásamt völdum götum í Kvosinni, yrðu breytt í heilsárs göngugötur. Málið var samþykkt án mótatkvæða á sínum tíma. Sendu meðal annars Samtök kaupmanna og fasteignaeigenda við Laugaveg bréf til borgarstjóra, um að lokanir gatna á Laugavegi væri „aðför að frelsinu“.
Dagana 28. janúar til 3. febrúar næstkomandi mun Reykjavíkurborg bjóða upp á íbúasamráð ásamt því að rætt verður við verslunareigendur um varanlegar göngugötur. Allir sem eru áhugasamir um málefnið fá tækifæri til að koma á framfæri hugmyndum sínum um það hvernig göngugötur eiga að vera í framtíðinni.