Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United segir að Alexis Sanchez verði með gegn Arsenal í enska bikarnum á morgun.
Unted mun þá heimsækja Emirates völlinn þar sem Sanchez átti góð ár og var einn besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar.
Ár er síðan að hann fór til United en þar hefur hann ekki enn fundið taktinn, Solskjær vonar að stuðningsmenn Arsenal bauli á Sanchez á morgun, það muni kveikja í honum.
,,Hann verður með á morgun, hann myndi elska það ef stuðningsmenn myndu baula á hann, þá kemur stoltið og þú ætlar að sanna allt fyrir fólki,“ sagði Solskjær.
,,Hann hefur verið geggjaður á æfingum, viðhorf hans er frábær. Vonandi mun hann njóta leiksins.“
Solskjær gæti leyft Sanchez að byrja en hann hefur aðeins byrjað einn leik undir hans stjórn, það var gegn Reading í bikarnum.