Íþróttamaðurinn geðþekki, Einar Örn Jónsson, er staddur í Þýskalandi þar sem HM í handbolta fer fram. Á Twitter deilir hann furðulegum varningi sem hann rakst á í þýskri vegasjoppu.
Kveðja úr þýskri vegasjoppu. Allt normal hér. pic.twitter.com/ciNRYlstYv
— Einar Örn Jónsson (@RanieNro) January 24, 2019
Um er að ræða nokkurs konar vasapíku, Travel Pussy eða Die künstliche Vagina á þýsku. Í Þýskalandi virðist þetta vera selt í sjálfsölum við hraðbrautina. „Kveðja úr þýskri vegasjoppu. Allt normal hér,“ segir Einar Örn. Hér fyrir neðan má svo sjá myndband sem sýnir vasapíkuna nánar.