Í Viðskiptablaðinu í dag er úttekt um tekjur íslenskra landsliðsmanna á síðustu tíu árum. Þar kemur í ljós að Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður Everton er í algjörum sérflokki þegar kemur að tekjum.
Sagt er að Gylfi hafi á síðustu árum þénað 4 milljarða fyrir skatta, það er miklu meira en næstu menn hafa þénað á síðustu árum.
Samkvæmt Viðskiptablaðinu hafa Aron Einar Gunnarsson, Kolbeinn Sigþórsson og Alfreð Finnbogason þénað nálægt milljarði á þessum árum.
Jóhann Berg Guðmundsson og Birkir Bjarnason koma svo þar á eftir með um 900 milljónir í tekjur á þessum tíma.
Aðrir hafa þénað minna en samantekt Viðskipablaðins um málið er hér að neðan.