Starfsmenn ANSES rannsökuðu 23 bleiutegundir og fundu ýmis efni í þeim. Þar á meðal efni sem eru notuð í snyrtivörur en einnig fundu þeir kolvatnsefni og glyphosate, sem er meðal annars notað í illgresiseyði, en það hefur verið tengt við krabbamein að því er segir í umfjöllun Sky um málið. Fram kemur að sumar Evrópuþjóðir hafi barist fyrir því að notkun efnisins verði bönnuð.
Frönsk yfirvöld segja að það sé mikilvægt að framleiðendur og kaupmenn tryggi að þessi eiturefni verði fjarlægð úr bleium sem eru framleiddar og seldar í Frakklandi.
Agnes Buzyn, heilbrigðisráðherra, sagði að foreldrar þurfi ekki að hafa áhyggjur því börn þeirra séu ekki í bráðri hættu vegna eitursins.