fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

Umdeildar auglýsingar netverslunar – Snyrtisett fyrir ungu hórurnar – Brúðarkjóll fyrir barnabrúðina

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 24. janúar 2019 07:09

Snyrtisettið umrædda.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kjóll ársins fyrir barnabrúðina. CE-merkt snyrtisett fyrir ungu hóruna, kvenlegur hjálmur fyrir barnahermenn og fyndin stuttermabolur fyrir „heimilisþrælinn“, fallegur brjóstagjafahaldari fyrir barnungar mæður og létt og praktísk ferðataska fyrir litla flóttamenn.

Þetta er meðal þess sem er hægt að kaupa í netversluninni The Girl Shop. En ekki er allt sem sýnist varðandi þessa netverslun. Hún var sett á laggirnar nýlega og verður væntanlega ekki starfrækt lengi. Tilurð hennar tengist árlegri landssöfnun í Danmörku, Danmarks Indsamling,  til handa bágstöddum sem fer fram 2. febrúar næstkomandi.

Þema söfnunarinnar í ár er ungar stúlkur sem eru þolendur kynlífsþrælkunar, eru þrælar, látnar gegna hermennsku, eignast börn á meðan þær eru sjálfar á barnsaldri og eru því mæður nær allt lífið. Auglýsingunum er ætlað að vekja athygli á bágri stöðu þeirra milljóna stúlkna sem búa við aðstæður sem þessar. Auglýsingarnar eða herferðin fer að mestu fram á samfélagsmiðlum og hefur vakið mikla athygli.

Hjálmur fyrir unga hermenn.

Á Facebook skrifar The Girl Shop meðal annars:

„Þegar fátækt og flótti eru staðreynd eru börn oft fyrstu fórnarlömbin. Að þessu sinni beinum við sjónum okkar að þessum sérstaklega viðkvæma hópi. Þær þurfa oft að þola ofbeldi, verða barnshafandi á barnsaldri og eru þvingaðar í hjónabönd og hafa takmörkuð tækifæri til að mennta sig.“

Á heimasíðunni The Girl Shop er hægt að skoða vörur sem tengjast þessu en rétt er að taka fram að vörurnar eru ekki til í alvörunni.

Brúðarkjóll fyrir barnabrúði.

Viðtökurnar við þessari herferð hafa verið blendnar en margir virðast hafa misskilið hana og telja að um alvöru sé að ræða.

„Fjandinn sjálfur, . . . . hræðileg auglýsing !! Barnabrúður, vændi, flóttamenn . . . . er þetta markmiðið fyrir metnað stúlkna?“

Skrifar einn Facebooknotandi um þær. Öðrum finnst þær hins vegar góðar og veki athygli á málstaðnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga