fbpx
Föstudagur 11.október 2024
Fréttir

Sigmundur mætir ekki í partýið

Heldur sitt eigið

Jóhanna María Einarsdóttir
Sunnudaginn 11. desember 2016 14:51

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kaffid.is greindi frá því í morgun að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra og þingmaður Framsóknarflokksins hefði valdið töluverðum usla þegar hann afboðaði komu sína á hátíð Framsóknarfélags Akureyrar og nágrennis, til þess að fagna 100 ára afmæli Framsóknarflokksins. Hátíðin verður haldin á föstudaginn 16. desember næstkomandi í Þjóðleikhúsinu í Reykjavík.

Tilkynnti Sigmundur fjarveru sína til framsóknarmanna með smáskilaboðum og bauð þeim í leiðinni í veislu sína fyrir norðan föstudaginn 16. desember, eða sama dag og klukkutíma áður en hin hátíðin átti að eiga sér stað.

Fjölmiðillinn heyrði í nokkrum framsóknarmönnum og eru þeir sagðir ósáttir mjög með ákvörðun Sigmundar: „Svona gerir maður ekki! Eitt er jú að forfallast, það getur komið fyrir á bestu bæjum. En að bjóða jafnframt til eigin veislu á sama tíma og flokkurinn hefur auglýst 100 ára afmælishátíð, það er stríðsyfirlýsing!“ er haft eftir ónefndum forsvarsmanni Framsóknarflokksins í Norðurkjördæmi. Annar taldi að þetta útspil Sigmundar hlyti að hafa afleiðingar, mögulega þær að Sigmundur væri á útleið úr flokknum.

Þess má geta að eitt af erindum 100 ára afmælishátíðar Framsóknarflokksins í Þjóðleikhúsinu er ávarp Sigurðar Inga Jóhannssonar, sem hafði eftirminnilega betur í formannsslag þeirra Sigmundar Davíðs í september, en ljóst er að nokkur núningur hefur verið á milli þeirra tveggja.

Uppfært: 18:50

Ekki náðist í Sigmundur Davíð við vinnslu fréttar en hann hefur í tvígang eftir fréttir dagsins tjáð sig á Facebook-síðu sinni og gagnrýnir bæði frétt Vísis og DV. Þá bendir hann á að víða sé dagskrá á landinu tengt hátíðarhöldum.

„Það styttist í 100 ára afmæli Framsóknarflokksins, þann 16. desember, og rétt að minna á að af því tilefni verða hátíðarhöld víða. Auk uppfærslu í Þjóðleikhúsinu sem hefst kl. 18 verða ungir Framsóknarmenn með jólaglögg að Hverfisgötu 33 kl. 20. Haldið verður upp á afmælið í Lionssalnum við Skipagötu 14 á Akureyri kl. 17 og í Framsóknarhúsinu á Sauðárkróki kl. 20. Daginn eftir heldur afmælisveislan svo áfram m.a. með hádegisfögnuði í upphafsbæ flokksins, Seyðisfirði ofl. ofl. Annars er e.t.v. óþarfi að auglýsa á facebook enda hátíðarhöld vegna afmælisins þegar orðin tilefni frétta, m.a. með dæmalaust vitlausri ,,frétt“ eða ritgerð á Vísi sem virðist fyrst og fremst snúast um hugrenningar eða skoðanir blaðamannsins. 100 ára stjórnmálaflokkur ætti að sjá í gegnum slíkt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Fellibylurinn Milton veldur gríðarlegu tjóni – Sjáðu myndböndin

Fellibylurinn Milton veldur gríðarlegu tjóni – Sjáðu myndböndin
Fréttir
Í gær

Tímamótadómur í Hæstarétti – „Búið sé að gera öll bílastæði í landinu gjaldfrjáls fyrir þá sem eru á bílaleigubílum“

Tímamótadómur í Hæstarétti – „Búið sé að gera öll bílastæði í landinu gjaldfrjáls fyrir þá sem eru á bílaleigubílum“
Fréttir
Í gær

Flestum sundlaugum á höfuðborgarsvæðinu lokað

Flestum sundlaugum á höfuðborgarsvæðinu lokað
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Skemmdir ungmennis á auglýsingaskilti í miðbænum vekja úlfúð

Skemmdir ungmennis á auglýsingaskilti í miðbænum vekja úlfúð