Arsenal hefur fengið neikvætt svar frá Manchester United en félagið vildi fá Eric Bailly á láni.
Bailly hefur ekki fundið taktinn hjá United en hann er með samning til ársins 2020.
Varnarmaðurinn frá Fílabeinsströndinni er 24 ára gamall en Unai Emery vildi kaupa hann til Arsenal síðasta sumar.
Jose Mourinho vildi ekki selja hann og United vill ekki lána keppinautum sínum leikmann.
United og Arsenal eru að berjast um að ná Meistaradeildarsæti en liðin eru jöfn af stigum í fimmta og sjötta sæti.
Bailly gæti farið frá United næsta sumar en ekki er ljóst hver verður knattspyrnustjóri félagsins, hlutir geta því breysta hratt.