Nú er róið að því öllum árum að koma Jóni Ásgeiri Jóhannessyni aftur í stjórn Haga. Eins og greint hefur verið frá bauð Jón sig fram á dögunum en fékk ekki náð fyrir augum tilnefningarnefndar. Meirihlutaeigendur eru lífeyrissjóðirnir og Samherji en félög tengd Ingibjörgu, konu Jóns, sjöundi stærsti hluthafinn.
Þegar eru farnir að birtast hneykslunarpistlar á stjórnarkjörinu frá valdamiklu fjölmiðlafólki með tengsl inn í stjórnmálin. Er Jón þar málaður sem litli maðurinn gegn valdinu. Væntanlega líður ekki á löngu þar til fleiri birtast og að Jón verði trommaður upp í stjórnina. Spurningin er sú hvort Baugur sé að rísa á ný og athyglisvert verður að fylgjast með hvort tilboð verði gert í einn af bönkunum.