fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Fréttir

Eftirlitsmaður Fiskistofu grunaður um að hafa þegið fisk að gjöf – Sendur í leyfi

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 23. janúar 2019 07:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Seint á síðasta ári var eftirlitsmaður Fiskistofu sendur í leyfi eftir að grunur vaknaði um að hann hefði þegið fisk að gjöf hjá fiskvinnslu í Grindavík þegar hann var þar við eftirlit. Fiskistofustjóri segir að eftirlitsmönnum sé algjörlega óheimilt að taka við fiski að gjöf.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Þar segir að mál eftirlitsmannsins hafi verið litið mjög alvarlegum augum. Haft er eftir Eyþóri Björnssyni, Fiskistofustjóra, að við skoðun hafi reynst vera um feilspor að ræða og hafi málinu verið lokið með viðeigandi hætti. Hann sagðist ekki geta tjáð sig um viðkvæm starfsmannamál að öðru leyti.

Í siðareglum Fiskistofu kemur fram að starfsmenn megi ekki þiggja gjafir frá þeim sem þeir eiga að hafa eftirlit með. Fréttablaðið segist hafa heimildir fyrir að yfirmenn eftirlitsmannsins hafi fengið tilkynningu um að hann hafi þegið nokkur kíló af fiski í fiskvinnslu í Grindavík þegar hann var þar við eftirlit. Eftirlitsmaðurinn sagðist hafa keypt fiskinn og hafi greitt fyrir hann með bankamillifærslu.

Fréttablaðið segir að eftirlitsmaðurinn hafi verið áminntur og sé kominn aftur til starfa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Fjárfestar hafa sölsað undir sig tæplega 90% seldra íbúða á árinu – „Þetta er ógeðslegt þjóðfélag, þetta er allt ógeðslegt“

Fjárfestar hafa sölsað undir sig tæplega 90% seldra íbúða á árinu – „Þetta er ógeðslegt þjóðfélag, þetta er allt ógeðslegt“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Pawel sakar stjórnvöld um aumingjaskap – „Hvernig væri að kalla stjórnendur þessa miðils í skýrslutöku“

Pawel sakar stjórnvöld um aumingjaskap – „Hvernig væri að kalla stjórnendur þessa miðils í skýrslutöku“
Fréttir
Í gær

Líkfundur á Tenerife í tengslum við leitina að Jay Slater

Líkfundur á Tenerife í tengslum við leitina að Jay Slater
Fréttir
Í gær

Dómur kveðinn upp yfir Kourani – Hefur brotið af sér og ofsótt fólk árum saman

Dómur kveðinn upp yfir Kourani – Hefur brotið af sér og ofsótt fólk árum saman
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Guðrún ætlar ekki að flytja inn í Biskupsgarð – Agnes flytur út og glæsihýsið verður selt

Guðrún ætlar ekki að flytja inn í Biskupsgarð – Agnes flytur út og glæsihýsið verður selt
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Drama í ófullgerðu fjöleignarhúsi – Ósátt við nýju veggina og neituðu að færa bílana

Drama í ófullgerðu fjöleignarhúsi – Ósátt við nýju veggina og neituðu að færa bílana