Cesur var greinilega algjörlega niðurbrotinn enda höfðu þeir félagar eytt öllum stundum saman því Ilhan þjáðist af alvarlegum sjúkdómi og var lamaður. Hann var fluttur á sjúkrahús í Bursa í Tyrklandi nokkrum dögum fyrir andlátið.
„Þar sem faðir minn var lamaður þróuðu þeir sérstakt samband með sér. Þegar faðir minn lá á sjúkrahúsi undir lokin neitaði Cesur að éta.“
Sagði Ali sonur Ilhahn í samtali við The Dodo.
Þegar lík Ilhan var flutt heim var Cesur við hlið hans allan tímann. Hann gekk fremstur í flokki þegar kistan var síðan borin að kirkjugarðinum og á meðan útförin fór fram stóð Cesur við hlið kistunnar með lotið höfuð.
„Enginn gat komið nálægt honum eða fært hann fyrr en búið var að jarðseta föður minn.“
Cesur er nú með Ali en greinilegt er að hann saknar Ilhan mikið. Eftir að hafa búið hjá Ali í nokkrar vikur tók hann eftir að Cesur hljóp alltaf að heiman þegar hann fór til vinnu. Ali ákvað á endanum að vera heima einn dag og elta Cesur til að sjá hvert hann færi.
Í ljós kom að hann fór í kirkjugarðinn til að heilsa upp á fyrrum eiganda sinn.
„Starfsmenn kirkjugarðsins segja að það fyrsta sem Cesur geri á morgnana sé að fara að gröf föður míns.“
Sagði Ali.